Nýting, nýsköpun og Timian Halldór S. Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun