Hægjum á okkur, byrjum smátt Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Við sem þjóðfélag viljum yfirleitt fá allt hratt, með lítilli fyrirhöfn og eins ódýrt og hægt er. Á sama tíma er sífellt verið að vekja athygli á virðiskeðju framleiðenda og hvernig hlutirnir verða til. Hver ber raunverulega kostnaðinn af ódýra dótinu? Það er verkafólkið, bæði börn og fullorðnir, sem starfar við óviðunandi aðstæður í verksmiðjum þar sem ekki er fylgst með öryggismálum eða aðbúnaði starfsfólks og launum haldið í lágmarki. Hönnuðir sem tapa hugverki sínu þegar framleiðendur í löndum sem virða ekki höfundarrétt herma eftir vinsælum vörum. Náttúran þegar verið er að framleiða sem mest á skömmum tíma með litlum tilkostnaði. Það er auðvelt að predika um þessa hluti en það hafa ekki allir efni á því að kaupa eingöngu samfélagslega ábyrgar vörur inn á heimili sitt. Þær eru yfirleitt dýrari en staðkvæmdarvörur frá óábyrgum framleiðendum, það getur verið flóknara að nálgast þær, það getur verið tímafrekt að afla sér upplýsinga um framleiðendur og svo má lengi telja. Hættum að vera með allt eða ekkert viðhorf gagnvart vandanum og gerum bara okkar besta. Byrjum á litlum breytingum hjá okkur sjálfum, kaupum það sem við vitum hvernig var framleitt þegar við getum, reynum að nota það sem við eigum lengur og söfnum fyrir því sem á að endast lengi. Verum meðvituð þegar við erum úti í búð, horfum ekki bara á verðmiðann heldur einnig á innihaldið og framleiðslulandið. Fræðum okkur og lærum að þekkja grænþvott þegar við sjáum hann. Leitum að framleiðendum sem gefa út skýrslur árlega sem styðjast við GRI, Global Compact eða ISO 26000, það eru allt viðurkennd viðmið til að greina frá samfélagsábyrgð fyrirtækja. Kaupum af litlu framleiðendunum sem gera allt sjálfir og geta sýnt fram á það. Þegar vottunarstimplar framleiðenda virðast heimatilbúnir af þeim sjálfum, athugum þá hvort þeir séu það. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til þess, stutt leit á internetinu kastar ljósi á hvort það sé innihald á bak við stimpilinn. Við breytum ekki heiminum á einum degi en verum meðvitaðir neytendur, byrjum á litlu hlutunum og látum ekki mata okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við sem þjóðfélag viljum yfirleitt fá allt hratt, með lítilli fyrirhöfn og eins ódýrt og hægt er. Á sama tíma er sífellt verið að vekja athygli á virðiskeðju framleiðenda og hvernig hlutirnir verða til. Hver ber raunverulega kostnaðinn af ódýra dótinu? Það er verkafólkið, bæði börn og fullorðnir, sem starfar við óviðunandi aðstæður í verksmiðjum þar sem ekki er fylgst með öryggismálum eða aðbúnaði starfsfólks og launum haldið í lágmarki. Hönnuðir sem tapa hugverki sínu þegar framleiðendur í löndum sem virða ekki höfundarrétt herma eftir vinsælum vörum. Náttúran þegar verið er að framleiða sem mest á skömmum tíma með litlum tilkostnaði. Það er auðvelt að predika um þessa hluti en það hafa ekki allir efni á því að kaupa eingöngu samfélagslega ábyrgar vörur inn á heimili sitt. Þær eru yfirleitt dýrari en staðkvæmdarvörur frá óábyrgum framleiðendum, það getur verið flóknara að nálgast þær, það getur verið tímafrekt að afla sér upplýsinga um framleiðendur og svo má lengi telja. Hættum að vera með allt eða ekkert viðhorf gagnvart vandanum og gerum bara okkar besta. Byrjum á litlum breytingum hjá okkur sjálfum, kaupum það sem við vitum hvernig var framleitt þegar við getum, reynum að nota það sem við eigum lengur og söfnum fyrir því sem á að endast lengi. Verum meðvituð þegar við erum úti í búð, horfum ekki bara á verðmiðann heldur einnig á innihaldið og framleiðslulandið. Fræðum okkur og lærum að þekkja grænþvott þegar við sjáum hann. Leitum að framleiðendum sem gefa út skýrslur árlega sem styðjast við GRI, Global Compact eða ISO 26000, það eru allt viðurkennd viðmið til að greina frá samfélagsábyrgð fyrirtækja. Kaupum af litlu framleiðendunum sem gera allt sjálfir og geta sýnt fram á það. Þegar vottunarstimplar framleiðenda virðast heimatilbúnir af þeim sjálfum, athugum þá hvort þeir séu það. Það þarf ekki að vera sérfræðingur til þess, stutt leit á internetinu kastar ljósi á hvort það sé innihald á bak við stimpilinn. Við breytum ekki heiminum á einum degi en verum meðvitaðir neytendur, byrjum á litlu hlutunum og látum ekki mata okkur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar