Óttast sundklæðnað múslimakvenna Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Konur og börn njóta lífsins við ströndina í Túnis. Ein kvennanna klæðist þarna svokölluðu búrkini, sem er sérstakur sundfatnaður ætlaður þeim sem vilja hylja mestallan líkama sinn. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að búrkini-sundklæðnaður múslimskra kvenna brjóti gegn gildismati Frakka. Í vikunni tilkynntu bæjarstjórnir þriggja bæja í Frakklandi að bannað verði að vera í svonefndu búrkíni á baðströndum þeirra. Fyrir höfðu þrír aðrir bæir í Frakklandi bannað búrkíni. Orð forsætisráðherrans hafa víða vakið hörð viðbrögð. Andrew Stroehlein hjá Human Rights Watchs skrifar á Twitter-síðu sína: „Forsætisráðherra Frakklands segir búrkíni ekki samræmast frönsku gildismati. En bann við fatnaði samræmist því?” Hann spyr einnig hvort næst eigi að banna hatta á veitingastöðum. Búrkíni-bannið í Frakklandi kemur í kjölfar blóðugra hryðjuverka sem framin hafa verið í nafni íslamskar öfgatrúar, þótt ekki sé sjáanlegt að árásarmennirnir hafi verið sérlega trúaðir sjálfir. Manuel Valls segist reyndar ekki vilja leiða búrkíni-bann í landslög. Hins vegar fagni hann því að bæjarstjórar taki upp slíkt bann. Ákvarðanir bæjarstjóranna hafa orðið til þess að auka spennu sums staðar á ströndum Frakklands. Á eyjunni Korsíku kom á sunnudag til átaka milli heimamanna og nokkurra kvenna sem klæddu sig í búrkíni. Í Frakklandi hefur hins vegar verið í gildi síðan árið 2010 bann við því að konur gangi í klæðnaði sem hylur andlit þeirra, þar á meðal búrkum og nikab. Þetta bann er rökstutt með því að ekki sé hægt að bera kennsl á fólk sem hylur andlit sitt. Enda nær bannið einnig til hjálma, gríma og annars höfuðbúnaðar sem hylur andlit fólks. Búrkíni-bannið styðst ekki við þessi rök, enda er andlit kvenna ekki hulið þótt þær klæðist búrkini þegar þær bregða sér í sund. „Búrkíni er ekki ný tegund af sundfatnaði, tíska,” sagði Valls forsætisráðherra. „Með þessu er verið að tjá pólitískt áform, andfélag, sem greinilega er byggt á þrældómi kvenna.” Blæjubann umdeilt í ÞýskalandiBúrkur og andlitsblæjur múslimakvenna hafa verið bannaðar víðar en í Frakklandi, þar á meðal í Belgíu og raunar einnig í Tyrklandi þar sem óheimilt hefur verið áratugum saman að ganga með slíkan höfðubúnað í opinberum stofnunum. Í Þýskalandi hafa nú verið uppi kröfur um að banna búrkur þótt ekki hafi verið samstaða um það innan þýsku stjórnarinnar. Hvorki Angela Merkel kanslari né Thomas de Maizére innanríkisráðherra styðja bann. „Það er ekki hægt að banna allt sem menn eru ósáttir við,” sagði de Maiziere innanríkisráðherra um þessar kröfur. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU-flokksins, sendi nú í vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flokk þeirra Merkel og de Maiziéres sammála um að notkun múslimakvenna á andlitsblæjum torveldi aðlögun innflytjenda að þjóðfélaginu. Merkel tók undir þetta: „Að mínu mati á kona í Þýskalandi, sem hylur allan líkamann, varla neinn möguleika á að aðlagast,” sagði hún í viðtali í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að búrkini-sundklæðnaður múslimskra kvenna brjóti gegn gildismati Frakka. Í vikunni tilkynntu bæjarstjórnir þriggja bæja í Frakklandi að bannað verði að vera í svonefndu búrkíni á baðströndum þeirra. Fyrir höfðu þrír aðrir bæir í Frakklandi bannað búrkíni. Orð forsætisráðherrans hafa víða vakið hörð viðbrögð. Andrew Stroehlein hjá Human Rights Watchs skrifar á Twitter-síðu sína: „Forsætisráðherra Frakklands segir búrkíni ekki samræmast frönsku gildismati. En bann við fatnaði samræmist því?” Hann spyr einnig hvort næst eigi að banna hatta á veitingastöðum. Búrkíni-bannið í Frakklandi kemur í kjölfar blóðugra hryðjuverka sem framin hafa verið í nafni íslamskar öfgatrúar, þótt ekki sé sjáanlegt að árásarmennirnir hafi verið sérlega trúaðir sjálfir. Manuel Valls segist reyndar ekki vilja leiða búrkíni-bann í landslög. Hins vegar fagni hann því að bæjarstjórar taki upp slíkt bann. Ákvarðanir bæjarstjóranna hafa orðið til þess að auka spennu sums staðar á ströndum Frakklands. Á eyjunni Korsíku kom á sunnudag til átaka milli heimamanna og nokkurra kvenna sem klæddu sig í búrkíni. Í Frakklandi hefur hins vegar verið í gildi síðan árið 2010 bann við því að konur gangi í klæðnaði sem hylur andlit þeirra, þar á meðal búrkum og nikab. Þetta bann er rökstutt með því að ekki sé hægt að bera kennsl á fólk sem hylur andlit sitt. Enda nær bannið einnig til hjálma, gríma og annars höfuðbúnaðar sem hylur andlit fólks. Búrkíni-bannið styðst ekki við þessi rök, enda er andlit kvenna ekki hulið þótt þær klæðist búrkini þegar þær bregða sér í sund. „Búrkíni er ekki ný tegund af sundfatnaði, tíska,” sagði Valls forsætisráðherra. „Með þessu er verið að tjá pólitískt áform, andfélag, sem greinilega er byggt á þrældómi kvenna.” Blæjubann umdeilt í ÞýskalandiBúrkur og andlitsblæjur múslimakvenna hafa verið bannaðar víðar en í Frakklandi, þar á meðal í Belgíu og raunar einnig í Tyrklandi þar sem óheimilt hefur verið áratugum saman að ganga með slíkan höfðubúnað í opinberum stofnunum. Í Þýskalandi hafa nú verið uppi kröfur um að banna búrkur þótt ekki hafi verið samstaða um það innan þýsku stjórnarinnar. Hvorki Angela Merkel kanslari né Thomas de Maizére innanríkisráðherra styðja bann. „Það er ekki hægt að banna allt sem menn eru ósáttir við,” sagði de Maiziere innanríkisráðherra um þessar kröfur. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU-flokksins, sendi nú í vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flokk þeirra Merkel og de Maiziéres sammála um að notkun múslimakvenna á andlitsblæjum torveldi aðlögun innflytjenda að þjóðfélaginu. Merkel tók undir þetta: „Að mínu mati á kona í Þýskalandi, sem hylur allan líkamann, varla neinn möguleika á að aðlagast,” sagði hún í viðtali í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira