Túnin í Hrunamannahreppi Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 19. ágúst 2016 11:45 Í sumar ók ég í gegnum Hrunamannahrepp. Þar sá ég græna velli, sem skreyttir voru bleikum heyrúllum. Þegar landið hafði vaknað af vetrardvala hafði snjórinn bráðnað og grassprettan tekið við sér. Túnin slegin. Hrossagaukurinn hneggjaði meðan snúningsvél þeytti grasi og snéri því. Bindivél hafði þrætt böndin og þjappað grasinu. Þá hafði pökkunarvél verið ekið um tún, gripið heybagganna og plastað þá, þar til að pakkningin var örugg. Þegar ég var kominn út fyrir hreppamörkin sá ég eitt tún sem var ólíkt hinum. Á túninu mátti sjá margar glæsilegar heyrúllur, en við jaðar túnsins, stóð plastlaus rúlla. Það hafði rignt íhana. Hún var gegnblaut, fúin og úldin. Öll vinnan á bakvið hana var til einskis. Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi að plasta hana í dag. Það væri of seint. Baggi námsmannsins Í núverandi lánasjóðskerfi og því sem boðað er, er námslánum úthlutað þegar námsmenn hafa staðist lokapróf. Ekki þegar þeir þurfa á fénu að halda, heldur nokkrum mánuðum síðar. Þegar ruslatunnan er yfirfull af plastnúðlupakkningum og búið er að lepja skelina til botns þáer Lánasjóðurinn tilbúinn að rétta hjálparhönd. Námsmaðurinn er eins og rúllan sem varð eftir á túninu. Á meðan beðið var eftir plasti blotnaði hún og fúnaði. Hvað myndi það stoða að plasta hana í dag? Pakkningarnar yrðu fallegar en innihaldið skemmt. Í greinargerð frumvarpsins segir að mikil umsýsla fylgi því að úthluta námsaðstoð samhliða námi. Þrátt fyrir það er námsaðstoð mánaðarleg í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Löndum sem hafa lánasjóðskerfi sambærilegt því sem frumvarpið stefnir að. Hagur Lánasjóðsins virðist hér hafa verið tekinn framyfir hag námsmanna, enda öruggara fyrir sjóðinn að greiða lánin út þegar staðfesting á námsárangi er kominn. Því námsmaður sem ekki stenst nám sitt, fær ekki námslán. Hér er því áhættan alfarið á námsmönnum. Það er spurning hvort hluti af áhættunni ætti að lenda á herðum Lánasjóðsins, því hans meginhlutverk er að létta byrði námsmanna. Þarf Lánasjóðurinn bæði að hafa belti og axlabönd á meðan námsmaðurinn hefur bara buxnastrenginn?Ef taka á upp lánasjóðskerfi að norrænni fyrirmynd, þýðir ekki að taka bara upp þá hluta kerfisins sem henta Lánasjóðnum. Þeir vegir sem færir eru Það eru engir greiðfærir vegir fyrir námsmenn. Ef þeir vilja fá lán sín fyrirfram verða þeir að fara um holóttan og mjúkan moldarveg. Þeir myndu fara sama veg, hvort sem frumvarpið tekur gildi eða ekki. Þeir námsmenn sem þurfa á námslán myndu annaðhvort taka yfirdráttarlán hjá banka eða vinna fyrir fyrri önnina og láta námslánin þá duga þá seinni. Báðar leiðir eru meingallaðar og óheppilegar fyrir námsmenn. Ef námsmaður tekur yfirdráttarlán, þá þarf hann strax um haustið að ákveða hversu mikið lán hann vill. Líklegast er að hann biðji um fullt lán, til þess að vera öruggur. Ef hann nær prófunum þá fær hann vaxtastyrk frá LÍN og greiðir upp yfirdráttinn. Ef hann nær prófunum ekki þá gæti hann þurft að hætta í námi til þess að standa í endurgreiðslum við bankann. Ef námsmaður reynir að vinna nægilega um sumarið til þess að það dugi fyrri önnina, þá þarf hann samt að gæta hófs í vinnu sinni. Þegar hann hefur unnið sér inn fyrir meira en 930.000 krónum, þá er hann kominn yfir frítekjumark sjóðsins, og lán hans fer að skerðast. Ekki er reyndar öruggt hvort og hvert frítekjumarkið yrði ef frumvarpið yrði samþykkt, en á móti kemur að beini styrkurinn myndi skerðast með tilliti til tekjuskatts ef meðaltekjur námsmanns verða yfir 82 þúsund krónum á mánuði yfir allt árið án tillits til styrksins. Námsmaðurinn reynir því að fá hverja krónu sem möguleg er að fá frá lánasjóðnum, en ef hann ætlar að eiga nóg fé til að þrauka af veturinn skerðist námsaðstoðin svo um munar. Hann þyrfti því mögulega að vinna fyrir hluta af seinni önninni líka. Nauðsynleg breyting Það að úthlutun námsstyrkja skuli vera eftirá, leiðir til þess að aðilar taka eins mikið fé frá Lánasjóðnum og þeir geta. Það er slæmt í núverandi kerfi, en á móti kemur að lánin hafa að geyma falda styrkinn, og hlutfallslegur styrkur eykst með aukinni lántöku. Það er ennþá verra í kerfinu sem frumvarpið boðar. Þar er námsaðstoð tvískipt. Þar er námslánum skipt í beinan námsstyrk og námsaðstoð. Námsmenn eru hvattir til þess að láta styrkinn duga sér og námslánin eru ekki jafn hagkvæm og þau voru. Margir munu ekki hafa þess kost að láta styrkinn duga sér. Þeir munu ekki geta séð fyrir öll útgjöld næstu mánuðina, og reyna því að fá eins mikið fé og þeir geta úr lánasjóðnum, til þess að tryggja betur fjárhagslegt öryggi sitt. Fjárhæðin sem nemendum stendur til boða verður einnig hærri, þar sem LÍN myndi loksins lána fyrir fullri námsframvindu. Ef að námsaðstoðin væri mánaðarleg þá gætu nemendur betur stýrt skuldsetningu sinni. Það myndi líka koma í veg fyrir að nemendur tæku kostnaðarsöm yfirdráttarlán. Nemendur gætu skipulagt sig mánaðarlega og reynt að láta styrkinn duga þá mánuði sem hægt væri. Þeir hefðu einnig stöðuga tekjulind út námstímann, sem miðar við þarfir þeirra hverju sinni. Þeir þyrftu ekki að stóla sig jafn mikið á vinnu sumarsins eða fjárhagsaðstoð annarra. Lánasjóðurinn er nú þegar að að greiða skólagjaldalán út fyrirfram og í fyrri tíð voru námslán greidd út mánaðarlega. Þetta er því enginn ómöguleiki. Í umsögn Stúdentaráðs má finna nokkrar hugmyndir að leiðum sem hægt væri að fara, til að koma slíku kerfi á. Hljómgrunnur um breytingar Þegar nýtt lánasjóðsfrumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu tóku margir upp hanskann fyrir þessari kröfu námsmanna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir nefndu öll að þessu ætti að breyta. Það er mikilvægt að allsherjar- og menntamálanefnd taki undir með okkur og knýji þessar nauðsynlegu breytingar fram, sem og aðrar breytingar sem við krefjumst. Það þýðir lítið að aðstoða nemendur eftirá. Það á að aðstoða nemendur þegar þeir þurfa aðstoð. Hagur okkar ætti að vera í fyrrirúmi við endurskoðun á námslánum. Við viljum ekki kerfi sem býst við því að við föllum í námi. Við viljum kerfi sem hvetur okkur áfram og veitir okkur þann stuðning sem við þurfum til menntunar. Í landi þar sem forsætisráðherra er bóndi, þá er vonandi að ríkisstjórnin hugsi jafn vel um námsmenn og hugsað er um tún hans í Hrunamannahrepp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í sumar ók ég í gegnum Hrunamannahrepp. Þar sá ég græna velli, sem skreyttir voru bleikum heyrúllum. Þegar landið hafði vaknað af vetrardvala hafði snjórinn bráðnað og grassprettan tekið við sér. Túnin slegin. Hrossagaukurinn hneggjaði meðan snúningsvél þeytti grasi og snéri því. Bindivél hafði þrætt böndin og þjappað grasinu. Þá hafði pökkunarvél verið ekið um tún, gripið heybagganna og plastað þá, þar til að pakkningin var örugg. Þegar ég var kominn út fyrir hreppamörkin sá ég eitt tún sem var ólíkt hinum. Á túninu mátti sjá margar glæsilegar heyrúllur, en við jaðar túnsins, stóð plastlaus rúlla. Það hafði rignt íhana. Hún var gegnblaut, fúin og úldin. Öll vinnan á bakvið hana var til einskis. Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi að plasta hana í dag. Það væri of seint. Baggi námsmannsins Í núverandi lánasjóðskerfi og því sem boðað er, er námslánum úthlutað þegar námsmenn hafa staðist lokapróf. Ekki þegar þeir þurfa á fénu að halda, heldur nokkrum mánuðum síðar. Þegar ruslatunnan er yfirfull af plastnúðlupakkningum og búið er að lepja skelina til botns þáer Lánasjóðurinn tilbúinn að rétta hjálparhönd. Námsmaðurinn er eins og rúllan sem varð eftir á túninu. Á meðan beðið var eftir plasti blotnaði hún og fúnaði. Hvað myndi það stoða að plasta hana í dag? Pakkningarnar yrðu fallegar en innihaldið skemmt. Í greinargerð frumvarpsins segir að mikil umsýsla fylgi því að úthluta námsaðstoð samhliða námi. Þrátt fyrir það er námsaðstoð mánaðarleg í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Löndum sem hafa lánasjóðskerfi sambærilegt því sem frumvarpið stefnir að. Hagur Lánasjóðsins virðist hér hafa verið tekinn framyfir hag námsmanna, enda öruggara fyrir sjóðinn að greiða lánin út þegar staðfesting á námsárangi er kominn. Því námsmaður sem ekki stenst nám sitt, fær ekki námslán. Hér er því áhættan alfarið á námsmönnum. Það er spurning hvort hluti af áhættunni ætti að lenda á herðum Lánasjóðsins, því hans meginhlutverk er að létta byrði námsmanna. Þarf Lánasjóðurinn bæði að hafa belti og axlabönd á meðan námsmaðurinn hefur bara buxnastrenginn?Ef taka á upp lánasjóðskerfi að norrænni fyrirmynd, þýðir ekki að taka bara upp þá hluta kerfisins sem henta Lánasjóðnum. Þeir vegir sem færir eru Það eru engir greiðfærir vegir fyrir námsmenn. Ef þeir vilja fá lán sín fyrirfram verða þeir að fara um holóttan og mjúkan moldarveg. Þeir myndu fara sama veg, hvort sem frumvarpið tekur gildi eða ekki. Þeir námsmenn sem þurfa á námslán myndu annaðhvort taka yfirdráttarlán hjá banka eða vinna fyrir fyrri önnina og láta námslánin þá duga þá seinni. Báðar leiðir eru meingallaðar og óheppilegar fyrir námsmenn. Ef námsmaður tekur yfirdráttarlán, þá þarf hann strax um haustið að ákveða hversu mikið lán hann vill. Líklegast er að hann biðji um fullt lán, til þess að vera öruggur. Ef hann nær prófunum þá fær hann vaxtastyrk frá LÍN og greiðir upp yfirdráttinn. Ef hann nær prófunum ekki þá gæti hann þurft að hætta í námi til þess að standa í endurgreiðslum við bankann. Ef námsmaður reynir að vinna nægilega um sumarið til þess að það dugi fyrri önnina, þá þarf hann samt að gæta hófs í vinnu sinni. Þegar hann hefur unnið sér inn fyrir meira en 930.000 krónum, þá er hann kominn yfir frítekjumark sjóðsins, og lán hans fer að skerðast. Ekki er reyndar öruggt hvort og hvert frítekjumarkið yrði ef frumvarpið yrði samþykkt, en á móti kemur að beini styrkurinn myndi skerðast með tilliti til tekjuskatts ef meðaltekjur námsmanns verða yfir 82 þúsund krónum á mánuði yfir allt árið án tillits til styrksins. Námsmaðurinn reynir því að fá hverja krónu sem möguleg er að fá frá lánasjóðnum, en ef hann ætlar að eiga nóg fé til að þrauka af veturinn skerðist námsaðstoðin svo um munar. Hann þyrfti því mögulega að vinna fyrir hluta af seinni önninni líka. Nauðsynleg breyting Það að úthlutun námsstyrkja skuli vera eftirá, leiðir til þess að aðilar taka eins mikið fé frá Lánasjóðnum og þeir geta. Það er slæmt í núverandi kerfi, en á móti kemur að lánin hafa að geyma falda styrkinn, og hlutfallslegur styrkur eykst með aukinni lántöku. Það er ennþá verra í kerfinu sem frumvarpið boðar. Þar er námsaðstoð tvískipt. Þar er námslánum skipt í beinan námsstyrk og námsaðstoð. Námsmenn eru hvattir til þess að láta styrkinn duga sér og námslánin eru ekki jafn hagkvæm og þau voru. Margir munu ekki hafa þess kost að láta styrkinn duga sér. Þeir munu ekki geta séð fyrir öll útgjöld næstu mánuðina, og reyna því að fá eins mikið fé og þeir geta úr lánasjóðnum, til þess að tryggja betur fjárhagslegt öryggi sitt. Fjárhæðin sem nemendum stendur til boða verður einnig hærri, þar sem LÍN myndi loksins lána fyrir fullri námsframvindu. Ef að námsaðstoðin væri mánaðarleg þá gætu nemendur betur stýrt skuldsetningu sinni. Það myndi líka koma í veg fyrir að nemendur tæku kostnaðarsöm yfirdráttarlán. Nemendur gætu skipulagt sig mánaðarlega og reynt að láta styrkinn duga þá mánuði sem hægt væri. Þeir hefðu einnig stöðuga tekjulind út námstímann, sem miðar við þarfir þeirra hverju sinni. Þeir þyrftu ekki að stóla sig jafn mikið á vinnu sumarsins eða fjárhagsaðstoð annarra. Lánasjóðurinn er nú þegar að að greiða skólagjaldalán út fyrirfram og í fyrri tíð voru námslán greidd út mánaðarlega. Þetta er því enginn ómöguleiki. Í umsögn Stúdentaráðs má finna nokkrar hugmyndir að leiðum sem hægt væri að fara, til að koma slíku kerfi á. Hljómgrunnur um breytingar Þegar nýtt lánasjóðsfrumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu tóku margir upp hanskann fyrir þessari kröfu námsmanna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir nefndu öll að þessu ætti að breyta. Það er mikilvægt að allsherjar- og menntamálanefnd taki undir með okkur og knýji þessar nauðsynlegu breytingar fram, sem og aðrar breytingar sem við krefjumst. Það þýðir lítið að aðstoða nemendur eftirá. Það á að aðstoða nemendur þegar þeir þurfa aðstoð. Hagur okkar ætti að vera í fyrrirúmi við endurskoðun á námslánum. Við viljum ekki kerfi sem býst við því að við föllum í námi. Við viljum kerfi sem hvetur okkur áfram og veitir okkur þann stuðning sem við þurfum til menntunar. Í landi þar sem forsætisráðherra er bóndi, þá er vonandi að ríkisstjórnin hugsi jafn vel um námsmenn og hugsað er um tún hans í Hrunamannahrepp.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar