Út á sjó um Versló Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. ágúst 2016 09:00 Áslaug Arna virðist nokkuð reffileg á sjónum og sést hér með ónefndum kollega sínum og einu stykki makríl. Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein