Erlent

Tveir skriðdrekar keyrðu yfir mann sem lifði af

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir skriðdrekar voru á götum Istanbúl á föstudaginn.
Fjölmargir skriðdrekar voru á götum Istanbúl á föstudaginn. Vísir/EPA
Tyrkneskur karlmaður reyndi á föstudaginn að stöðva tvo skriðdreka á götum Istanbúl. Yfir stóð valdaránstilraun sem misheppnaðist á endanum en minnst 260 manns létu lífið. Báðum skriðdrekunum var ekið yfir manninn, en á ótrúlegan hátt lifði hann það af.

Myndband náðist af atvikinu og hefur það verið birt á netinu.

Maðurinn skutlaði sér undir skriðdrekana rétt áður en þeir lentu á honum, en í seinna skiptið meiddist hann á hendi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×