Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2016 13:40 Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41