Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2016 13:40 Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er þar með kominn fram úr Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á árinu. Hamilton er með sex stiga forskot en bilið fyrir keppnina var eitt stig Rosberg í vil. Hamilton stal fyrsta sætinu af Rosberg strax í ræsingunni. Hamilton stakk svo bara af, hann var ekki nema einn hring að skapa sér talsvert forskot. Jenson Button ætlaði að hætta keppni á McLaren bílnum eftir fimm hringi. Bíllinn missti þrýsting í glussakerfinu. Liðið sagði honum að vera áfram úti. „Frábært þetta verður skemmtileg keppni,“ svaraði Button kaldhæðnislega. Button var svo refsað fyrir samskiptin, í takt við nýjar reglur um talstöðvasamskiptin. Honum var gert að aka í gegnum þjónustusvæðið. Button hætti svo keppni á 63. hring. Max Verstappen kom í talstöðina og kvartaði yfir því að aka fyrir aftan liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Ricciardo. „Ég er að keyra eins og amma hérna,“ sagði Verstappen. Honum fannst Ricciardo ekki aka nógu hratt.Sebastian Vettel tókst að komast fram úr Verstappen í gegnum þjónustuhlé. Kimi Raikkonen gerði Verstappen svo lífið leitt. Raikkonen hóf keppni á harðari dekkjum en fremstu menn, þar á meðal Verstappen. Hann ók því lengur inn í keppnina áður en hann tók sitt fyrsta þjónustuhlé. Hamilton tilkynnti í talstöðinni á 20. hring að hann ætti erfitt með að halda uppi hraðanum. Rosberg sótti á hann. Eins nálguðust næstu menn, Ricciardo, Vettel, Raikkonen og Verstappen, hratt. Hamilton virtist þó finna taktinn aftur og náði að halda Rosberg fyrir aftan sig. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið á hring 41 og Vettel kom inn á sama tíma. báðir ökumenn ætluðu greinilega að keyra til loka en keppnin var 70 hringir. Mesta baráttan á brautinni var á milli Raikkonen og Verstappen. Verstappen varðist árásum Finnans hring eftir hring.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41