Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júlí 2016 17:10 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni.Fyrri æfingin Hamilton setti tíma sem var sjö tíundu hraðar en tíminn sem skilaði ráspól í fyrra. Rosberg sem er ný búinn að endurnýja samning sinn við Mercedes var tveimur tíundu á eftir Hamilton. Báðir ökumenn eru nú samningsbundnir Mercedes út næsta tímabil. Ferrari liðið raðaði sér á eftir Mercedes og þar á eftir kom Red Bull. Nýtt malbik á brautinni var hált og náði meira að segja að snúa kempum á borð við Fernando Alonso, Jenson Button og Sebastian Vettel.Seinni æfingin Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni á eftir Rosberg. Vettel varð aftur þriðji. Tími Rosberg var orðinn einni og hálfri sekúndu fljótari en ráspólstími síðasta árs. Hamilton varð fimmti, hann missti stjórn á bílnum á æfingunni og skautaði á hlið á varnarvegg. Hamilton gat haldið áfram en var skipað að fara í læknisskoðun. Mælir í bíl hans nam yfir 10G og þá þurfa ökumenn að sæta læknisskoðun í öryggisskyni. McLaren virðist ganga vel á brautinni en á báðum æfingum voru McLaren ökumennirnir í sjöunda og áttunda sæti. Af því má draga þá ályktun að bíllinn sé í grunninn góður en aflskortur sé þeirra helsta vandamál. Kannski best geymda leyndarmál Formúlu 1. Bein útsending frá tíamtökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag einnig á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni.Fyrri æfingin Hamilton setti tíma sem var sjö tíundu hraðar en tíminn sem skilaði ráspól í fyrra. Rosberg sem er ný búinn að endurnýja samning sinn við Mercedes var tveimur tíundu á eftir Hamilton. Báðir ökumenn eru nú samningsbundnir Mercedes út næsta tímabil. Ferrari liðið raðaði sér á eftir Mercedes og þar á eftir kom Red Bull. Nýtt malbik á brautinni var hált og náði meira að segja að snúa kempum á borð við Fernando Alonso, Jenson Button og Sebastian Vettel.Seinni æfingin Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni á eftir Rosberg. Vettel varð aftur þriðji. Tími Rosberg var orðinn einni og hálfri sekúndu fljótari en ráspólstími síðasta árs. Hamilton varð fimmti, hann missti stjórn á bílnum á æfingunni og skautaði á hlið á varnarvegg. Hamilton gat haldið áfram en var skipað að fara í læknisskoðun. Mælir í bíl hans nam yfir 10G og þá þurfa ökumenn að sæta læknisskoðun í öryggisskyni. McLaren virðist ganga vel á brautinni en á báðum æfingum voru McLaren ökumennirnir í sjöunda og áttunda sæti. Af því má draga þá ályktun að bíllinn sé í grunninn góður en aflskortur sé þeirra helsta vandamál. Kannski best geymda leyndarmál Formúlu 1. Bein útsending frá tíamtökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag einnig á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30
Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45
Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45