Varhugaverð veröld Guðjón Jensson leiðsögumaður skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Undirritaður fæddist skömmu eftir miðja öldina síðustu á tímum kalda stríðsins. Það var að mörgu leyti einkennilegt að vaxa úr grasi á mölinni í Reykjavík. Foreldrar mínir voru í æsku minni stöðugt að flytja og sjaldnast bjuggum við lengur en árið á hverjum stað uns keypt var íbúð í verkamannabústöðunum í austanverðum Hlíðunum. Margt var ákaflega frjálslegt á þessum árum en allt mun einfaldara og frumstæðara en nú, göturnar voru malargötur og rykið eftir því. Við krakkarnir sóttumst eftir að leika okkur m.a. í gömlum mógröfum í Kringlumýrinni þar sem nú er nýi miðbærinn í Reykjavík. Þar var stokkið yfir djúpa skurði með langstökk í huga, stundum kom maður hundblautur heim og átti von á snuprum jafnvel rassskellingu! Stundum var farið í feluleiki og Fallin spýtan!Blöðin skömmuðust Vikulega var eg sendur með tvær appelsínur ásamt flösku af mysu í poka handa ömmu minni sem átti heima í Herskálakampinum þar sem nú eru göturnar Ármúli og Síðumúli. Það hverfi gekk undir nafninu Gunnarsborg en þegar Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri var íbúum þar veitt leyfi tímabundið um nokkur ár að dytta að húsum sínum oft við misjöfn efni. Þetta var á þeim dögum þegar Miklabrautin var ekki enn til nema að dálitlum hluta en byrjað var að merkja fyrir gríðarlegum skurðum þvert um Kringlumýrina. Sagt var að bygging Miklubrautarinnar tæki óratíma og voru latir strákar hvattir til mennta á þennan hátt: Annaðhvort verður þú duglegri en nú eða það verður ævistarfið þitt að vinna í Miklubrautinni! Stjórnmálalífið gekk sinn gang, miklar öfgar voru eins og oft vill verða. Blöðin skömmuðust hvern einasta dag, einkum Morgunblaðið og Þjóðviljinn sem gáfu hinu ekkert eftir. Sjálfstæðisflokkurinn með Morgunblaðið virtist eigna sér umræðuna um mannréttindi og lýðræði og oft voru því Rússar skammaðir fyrir að sitja uppi með kommúnismann. Þjóðviljinn svaraði á móti og benti á sitthvað sem illa tókst til í Bandaríkjunum, benti m.a. á gríðarmikið misrétti þegnanna og allir höfðu sínar skoðanir á málunum. Á vinnustöðum var oft grunnt á vinskapnum enda Íslendingar þekktir fyrir að hafa ólíkar skoðanir. En verst var hversu tortryggnin var mikil og fyrirlitningin fyrir skoðunum annarra virtist vera ríkjandi langdræg. Allt var kappkostað til að viðhalda tortryggninni en þess minna reynt að bera klæði á vopnin og auka skilninginn. Morgunblaðið og Þjóðviljinn voru aldrei sammála um nokkurn skapaðan hlut, kannski fyrir utan veðrið sem auðvitað var unnt að mæla og ekki þurfti að þrasa um. Nú er meira en aldarfjórðungur liðinn frá því kommúnisminn hrundi í austanverðri Evrópu og vonandi sakna hans sem fæstir. En kapítalisminn í allri sinni dýrð er eins og vafasöm vofa sem vakir yfir löndum og lýðum heimsins. Gróðapungarnir fylgjast gjörla með og vilja skara betur eld að sinni köku með öllum tiltækum ráðum.Hergagnaiðnaður í stórum stíl Á dögunum datt eg niður á forvitnilega en nokkuð skelfilega heimild sem lýsir mjög vel ástandi mála: Ræðubút sem Eisenhower forseti BNA flutti í kveðjuávarpi í janúar 1960. Þá var Kennedy forseti að taka við forsetaembætti. Síðar kom í ljós að hann hafði mun meiri áhuga á snotrum snótum en hermennsku og mátti líklega gjalda líf sitt fyrir. Eisenhower kemst svo að orði og er þetta ógnvænlegt: „Við höfum neyðst til að koma á fót föstum hergagnaiðnaði í stórum stíl. Þar við bætist að 3,5 milljónir manna, karla og kvenna starfa beinlínis í þágu hersins. Á hverju ári verjum við til varnarmála einna meiru en sem nemur nettótekjum allra bandarískra iðnfyrirtækja?… Þessi samruni gífurlegs hernaðarbákns og viðamikils hergagnaiðnaðar er nýtt fyrirbæri í bandarískri sögu. Heildaráhrifanna á sviði efnahags, stjórnmála og jafnvel andlegrar menningar gætir í hverri borg, stofnunum hvers einstaks ríkis og á hverri skrifstofu sambandsstjórnarinnar.“ Þarna kemur mjög skýrt fram hvaða aðili ræður nánast öllu bak við öll tjöld í BNA. Bandarískt samfélag snýst allt meira og minna um hergagnaiðnað, framleiðslu, sölu og viðhald vopnakerfa. Og þegar illa tekst til og afglöp gerð eins og með innrásinni í Írak fyrir rúmum áratug, þá er ekki von á góðu. Græðgi með herstyrk að vopni getur aldrei verið góð fyrirheit í framtíðina. Við búum í varhugaverðri veröld. Við Íslendingar berum gæfu til þess að vera ein örfárra þjóða sem hafa hvorki her né herþjónustu. En kannski okkur skorti á móti dálítinn nauðsynlegan aga. Við lítum á flest út frá okkar sjónarhorni en gleymum að setja okkur í spor annarra og virða rétt þeirra. Við erum oft of fljót að meta og ákveða, stundum sitjum við uppi með kolranga ákvörðun sem við þurfum að sjá eftir.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undirritaður fæddist skömmu eftir miðja öldina síðustu á tímum kalda stríðsins. Það var að mörgu leyti einkennilegt að vaxa úr grasi á mölinni í Reykjavík. Foreldrar mínir voru í æsku minni stöðugt að flytja og sjaldnast bjuggum við lengur en árið á hverjum stað uns keypt var íbúð í verkamannabústöðunum í austanverðum Hlíðunum. Margt var ákaflega frjálslegt á þessum árum en allt mun einfaldara og frumstæðara en nú, göturnar voru malargötur og rykið eftir því. Við krakkarnir sóttumst eftir að leika okkur m.a. í gömlum mógröfum í Kringlumýrinni þar sem nú er nýi miðbærinn í Reykjavík. Þar var stokkið yfir djúpa skurði með langstökk í huga, stundum kom maður hundblautur heim og átti von á snuprum jafnvel rassskellingu! Stundum var farið í feluleiki og Fallin spýtan!Blöðin skömmuðust Vikulega var eg sendur með tvær appelsínur ásamt flösku af mysu í poka handa ömmu minni sem átti heima í Herskálakampinum þar sem nú eru göturnar Ármúli og Síðumúli. Það hverfi gekk undir nafninu Gunnarsborg en þegar Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri var íbúum þar veitt leyfi tímabundið um nokkur ár að dytta að húsum sínum oft við misjöfn efni. Þetta var á þeim dögum þegar Miklabrautin var ekki enn til nema að dálitlum hluta en byrjað var að merkja fyrir gríðarlegum skurðum þvert um Kringlumýrina. Sagt var að bygging Miklubrautarinnar tæki óratíma og voru latir strákar hvattir til mennta á þennan hátt: Annaðhvort verður þú duglegri en nú eða það verður ævistarfið þitt að vinna í Miklubrautinni! Stjórnmálalífið gekk sinn gang, miklar öfgar voru eins og oft vill verða. Blöðin skömmuðust hvern einasta dag, einkum Morgunblaðið og Þjóðviljinn sem gáfu hinu ekkert eftir. Sjálfstæðisflokkurinn með Morgunblaðið virtist eigna sér umræðuna um mannréttindi og lýðræði og oft voru því Rússar skammaðir fyrir að sitja uppi með kommúnismann. Þjóðviljinn svaraði á móti og benti á sitthvað sem illa tókst til í Bandaríkjunum, benti m.a. á gríðarmikið misrétti þegnanna og allir höfðu sínar skoðanir á málunum. Á vinnustöðum var oft grunnt á vinskapnum enda Íslendingar þekktir fyrir að hafa ólíkar skoðanir. En verst var hversu tortryggnin var mikil og fyrirlitningin fyrir skoðunum annarra virtist vera ríkjandi langdræg. Allt var kappkostað til að viðhalda tortryggninni en þess minna reynt að bera klæði á vopnin og auka skilninginn. Morgunblaðið og Þjóðviljinn voru aldrei sammála um nokkurn skapaðan hlut, kannski fyrir utan veðrið sem auðvitað var unnt að mæla og ekki þurfti að þrasa um. Nú er meira en aldarfjórðungur liðinn frá því kommúnisminn hrundi í austanverðri Evrópu og vonandi sakna hans sem fæstir. En kapítalisminn í allri sinni dýrð er eins og vafasöm vofa sem vakir yfir löndum og lýðum heimsins. Gróðapungarnir fylgjast gjörla með og vilja skara betur eld að sinni köku með öllum tiltækum ráðum.Hergagnaiðnaður í stórum stíl Á dögunum datt eg niður á forvitnilega en nokkuð skelfilega heimild sem lýsir mjög vel ástandi mála: Ræðubút sem Eisenhower forseti BNA flutti í kveðjuávarpi í janúar 1960. Þá var Kennedy forseti að taka við forsetaembætti. Síðar kom í ljós að hann hafði mun meiri áhuga á snotrum snótum en hermennsku og mátti líklega gjalda líf sitt fyrir. Eisenhower kemst svo að orði og er þetta ógnvænlegt: „Við höfum neyðst til að koma á fót föstum hergagnaiðnaði í stórum stíl. Þar við bætist að 3,5 milljónir manna, karla og kvenna starfa beinlínis í þágu hersins. Á hverju ári verjum við til varnarmála einna meiru en sem nemur nettótekjum allra bandarískra iðnfyrirtækja?… Þessi samruni gífurlegs hernaðarbákns og viðamikils hergagnaiðnaðar er nýtt fyrirbæri í bandarískri sögu. Heildaráhrifanna á sviði efnahags, stjórnmála og jafnvel andlegrar menningar gætir í hverri borg, stofnunum hvers einstaks ríkis og á hverri skrifstofu sambandsstjórnarinnar.“ Þarna kemur mjög skýrt fram hvaða aðili ræður nánast öllu bak við öll tjöld í BNA. Bandarískt samfélag snýst allt meira og minna um hergagnaiðnað, framleiðslu, sölu og viðhald vopnakerfa. Og þegar illa tekst til og afglöp gerð eins og með innrásinni í Írak fyrir rúmum áratug, þá er ekki von á góðu. Græðgi með herstyrk að vopni getur aldrei verið góð fyrirheit í framtíðina. Við búum í varhugaverðri veröld. Við Íslendingar berum gæfu til þess að vera ein örfárra þjóða sem hafa hvorki her né herþjónustu. En kannski okkur skorti á móti dálítinn nauðsynlegan aga. Við lítum á flest út frá okkar sjónarhorni en gleymum að setja okkur í spor annarra og virða rétt þeirra. Við erum oft of fljót að meta og ákveða, stundum sitjum við uppi með kolranga ákvörðun sem við þurfum að sjá eftir.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun