Opna þjónustumiðstöð fyrir breiðan hóp þolenda ofbeldis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2016 06:00 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þjónustumiðstöðina muni gjörbreyta þjónustu til þolenda ofbeldis. vísir/anton brink Til stendur að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin verður sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Miðstöðinni er ætlað að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis. Áhersla verður á stuðning í fjölskylduvænu og heimilislegu umhverfi fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og kynferðisofbeldis. Einnig verði þar til staðar stuðningur og ráðgjöf fyrir aldraða og fatlað fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svo og þolendur mansals.Þjónustan verður þolendum að kostnaðarlausu. Stofnun miðstöðvarinnar er ein af afurðum samvinnu milli ráðuneyta, borgar og grasrótarsamtaka. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra segir stofnun miðstöðvarinnar sé að bæði innlendri og erlendri fyrirmynd. Barnahús og heimilisofbeldisverkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar; Höldum glugganum opnum eru innlendu fyrirmyndirnar. Þær erlendu eru frá Family Justice Center Alliance sem reka slíkar miðstöðvar víða í Bandaríkjunum. Fulltrúar frá ráðuneytunum, lögreglu, sveitarfélögum og grasrótarsamtökum heimsóttu Family Justice Center í Brooklyn á þessu ári til að kynna sér starfsemina. Miðstöðvarnar þykja hafa gefið afar góða raun og eru t.d. hluti af átaki borgarstjórans gegn ofbeldi í nánum samböndum í New York. „Eins og í New York, viljum við leggja áherslu á samvinnu fagaðila. Grasrótarsamtök á borð við Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Drekaslóð verða mikilvægir samstarfsaðilar, og þá er mjög mikilvægt að lögreglan komi að verkefninu. Verkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar gegn heimilisofbeldi hefur sýnt okkur hvað samstarf skiptir miklu máli og sannað þörfina á að það sé einn staður til þangað sem þolandi ofbeldis getur leitað eftir aðstoð,“ segir Eygló. „Þá er félagsþjónustan lykilaðili í þjónustu fjölskyldumiðstöðvarinnar, það þurfa líka að vera góð tengsl við heilbrigðiskerfið, sálfræðiþjónusta og samstarf við réttarvörslukerfið,“ segir Eygló. „Það er samvinnan sem skilar árangri, það var reynslan af fjölskyldumiðstöðvunum í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að með opnun miðstöðvarinnar verði þjónusta við þolendur ofbeldis gjörbreytt og samhæft átak fagaðila. „Nú verður hægt að bjóða þolanda að sækja sér aðstoð á einum stað. Þar sem hann hefur aðgengi að þeim sem koma að þessum málum. Með þessu axlar samfélagið ábyrgð. Í dag ríkir ekki mikið traust á milli þolenda ofbeldis og hins opinbera og þolandi þarf að sækja sér nauðsynlega þjónustu á mörgum stöðum, þessu verður gjörbreytt,“ segir Sóley. Sóley segir að með auknu samtali ríkis og borgar hafi skapast betri aðstæður til samvinnu. „Í starfi Ofbeldisvarnanefndar í Reykjavíkurborg skapaðist dýrmætt samtal sem hefur bætt aðstæður til samvinnu og þar með bætt þjónustuna,“ segir Sóley. Vonir standa til að þjónustumiðstöðin opni á þessu ári.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Til stendur að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin verður sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Miðstöðinni er ætlað að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis. Áhersla verður á stuðning í fjölskylduvænu og heimilislegu umhverfi fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og kynferðisofbeldis. Einnig verði þar til staðar stuðningur og ráðgjöf fyrir aldraða og fatlað fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svo og þolendur mansals.Þjónustan verður þolendum að kostnaðarlausu. Stofnun miðstöðvarinnar er ein af afurðum samvinnu milli ráðuneyta, borgar og grasrótarsamtaka. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra segir stofnun miðstöðvarinnar sé að bæði innlendri og erlendri fyrirmynd. Barnahús og heimilisofbeldisverkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar; Höldum glugganum opnum eru innlendu fyrirmyndirnar. Þær erlendu eru frá Family Justice Center Alliance sem reka slíkar miðstöðvar víða í Bandaríkjunum. Fulltrúar frá ráðuneytunum, lögreglu, sveitarfélögum og grasrótarsamtökum heimsóttu Family Justice Center í Brooklyn á þessu ári til að kynna sér starfsemina. Miðstöðvarnar þykja hafa gefið afar góða raun og eru t.d. hluti af átaki borgarstjórans gegn ofbeldi í nánum samböndum í New York. „Eins og í New York, viljum við leggja áherslu á samvinnu fagaðila. Grasrótarsamtök á borð við Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Drekaslóð verða mikilvægir samstarfsaðilar, og þá er mjög mikilvægt að lögreglan komi að verkefninu. Verkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar gegn heimilisofbeldi hefur sýnt okkur hvað samstarf skiptir miklu máli og sannað þörfina á að það sé einn staður til þangað sem þolandi ofbeldis getur leitað eftir aðstoð,“ segir Eygló. „Þá er félagsþjónustan lykilaðili í þjónustu fjölskyldumiðstöðvarinnar, það þurfa líka að vera góð tengsl við heilbrigðiskerfið, sálfræðiþjónusta og samstarf við réttarvörslukerfið,“ segir Eygló. „Það er samvinnan sem skilar árangri, það var reynslan af fjölskyldumiðstöðvunum í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að með opnun miðstöðvarinnar verði þjónusta við þolendur ofbeldis gjörbreytt og samhæft átak fagaðila. „Nú verður hægt að bjóða þolanda að sækja sér aðstoð á einum stað. Þar sem hann hefur aðgengi að þeim sem koma að þessum málum. Með þessu axlar samfélagið ábyrgð. Í dag ríkir ekki mikið traust á milli þolenda ofbeldis og hins opinbera og þolandi þarf að sækja sér nauðsynlega þjónustu á mörgum stöðum, þessu verður gjörbreytt,“ segir Sóley. Sóley segir að með auknu samtali ríkis og borgar hafi skapast betri aðstæður til samvinnu. „Í starfi Ofbeldisvarnanefndar í Reykjavíkurborg skapaðist dýrmætt samtal sem hefur bætt aðstæður til samvinnu og þar með bætt þjónustuna,“ segir Sóley. Vonir standa til að þjónustumiðstöðin opni á þessu ári.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent