Opna þjónustumiðstöð fyrir breiðan hóp þolenda ofbeldis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2016 06:00 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þjónustumiðstöðina muni gjörbreyta þjónustu til þolenda ofbeldis. vísir/anton brink Til stendur að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin verður sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Miðstöðinni er ætlað að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis. Áhersla verður á stuðning í fjölskylduvænu og heimilislegu umhverfi fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og kynferðisofbeldis. Einnig verði þar til staðar stuðningur og ráðgjöf fyrir aldraða og fatlað fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svo og þolendur mansals.Þjónustan verður þolendum að kostnaðarlausu. Stofnun miðstöðvarinnar er ein af afurðum samvinnu milli ráðuneyta, borgar og grasrótarsamtaka. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra segir stofnun miðstöðvarinnar sé að bæði innlendri og erlendri fyrirmynd. Barnahús og heimilisofbeldisverkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar; Höldum glugganum opnum eru innlendu fyrirmyndirnar. Þær erlendu eru frá Family Justice Center Alliance sem reka slíkar miðstöðvar víða í Bandaríkjunum. Fulltrúar frá ráðuneytunum, lögreglu, sveitarfélögum og grasrótarsamtökum heimsóttu Family Justice Center í Brooklyn á þessu ári til að kynna sér starfsemina. Miðstöðvarnar þykja hafa gefið afar góða raun og eru t.d. hluti af átaki borgarstjórans gegn ofbeldi í nánum samböndum í New York. „Eins og í New York, viljum við leggja áherslu á samvinnu fagaðila. Grasrótarsamtök á borð við Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Drekaslóð verða mikilvægir samstarfsaðilar, og þá er mjög mikilvægt að lögreglan komi að verkefninu. Verkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar gegn heimilisofbeldi hefur sýnt okkur hvað samstarf skiptir miklu máli og sannað þörfina á að það sé einn staður til þangað sem þolandi ofbeldis getur leitað eftir aðstoð,“ segir Eygló. „Þá er félagsþjónustan lykilaðili í þjónustu fjölskyldumiðstöðvarinnar, það þurfa líka að vera góð tengsl við heilbrigðiskerfið, sálfræðiþjónusta og samstarf við réttarvörslukerfið,“ segir Eygló. „Það er samvinnan sem skilar árangri, það var reynslan af fjölskyldumiðstöðvunum í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að með opnun miðstöðvarinnar verði þjónusta við þolendur ofbeldis gjörbreytt og samhæft átak fagaðila. „Nú verður hægt að bjóða þolanda að sækja sér aðstoð á einum stað. Þar sem hann hefur aðgengi að þeim sem koma að þessum málum. Með þessu axlar samfélagið ábyrgð. Í dag ríkir ekki mikið traust á milli þolenda ofbeldis og hins opinbera og þolandi þarf að sækja sér nauðsynlega þjónustu á mörgum stöðum, þessu verður gjörbreytt,“ segir Sóley. Sóley segir að með auknu samtali ríkis og borgar hafi skapast betri aðstæður til samvinnu. „Í starfi Ofbeldisvarnanefndar í Reykjavíkurborg skapaðist dýrmætt samtal sem hefur bætt aðstæður til samvinnu og þar með bætt þjónustuna,“ segir Sóley. Vonir standa til að þjónustumiðstöðin opni á þessu ári.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Til stendur að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin verður sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Miðstöðinni er ætlað að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis. Áhersla verður á stuðning í fjölskylduvænu og heimilislegu umhverfi fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og kynferðisofbeldis. Einnig verði þar til staðar stuðningur og ráðgjöf fyrir aldraða og fatlað fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svo og þolendur mansals.Þjónustan verður þolendum að kostnaðarlausu. Stofnun miðstöðvarinnar er ein af afurðum samvinnu milli ráðuneyta, borgar og grasrótarsamtaka. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra segir stofnun miðstöðvarinnar sé að bæði innlendri og erlendri fyrirmynd. Barnahús og heimilisofbeldisverkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar; Höldum glugganum opnum eru innlendu fyrirmyndirnar. Þær erlendu eru frá Family Justice Center Alliance sem reka slíkar miðstöðvar víða í Bandaríkjunum. Fulltrúar frá ráðuneytunum, lögreglu, sveitarfélögum og grasrótarsamtökum heimsóttu Family Justice Center í Brooklyn á þessu ári til að kynna sér starfsemina. Miðstöðvarnar þykja hafa gefið afar góða raun og eru t.d. hluti af átaki borgarstjórans gegn ofbeldi í nánum samböndum í New York. „Eins og í New York, viljum við leggja áherslu á samvinnu fagaðila. Grasrótarsamtök á borð við Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Drekaslóð verða mikilvægir samstarfsaðilar, og þá er mjög mikilvægt að lögreglan komi að verkefninu. Verkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar gegn heimilisofbeldi hefur sýnt okkur hvað samstarf skiptir miklu máli og sannað þörfina á að það sé einn staður til þangað sem þolandi ofbeldis getur leitað eftir aðstoð,“ segir Eygló. „Þá er félagsþjónustan lykilaðili í þjónustu fjölskyldumiðstöðvarinnar, það þurfa líka að vera góð tengsl við heilbrigðiskerfið, sálfræðiþjónusta og samstarf við réttarvörslukerfið,“ segir Eygló. „Það er samvinnan sem skilar árangri, það var reynslan af fjölskyldumiðstöðvunum í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að með opnun miðstöðvarinnar verði þjónusta við þolendur ofbeldis gjörbreytt og samhæft átak fagaðila. „Nú verður hægt að bjóða þolanda að sækja sér aðstoð á einum stað. Þar sem hann hefur aðgengi að þeim sem koma að þessum málum. Með þessu axlar samfélagið ábyrgð. Í dag ríkir ekki mikið traust á milli þolenda ofbeldis og hins opinbera og þolandi þarf að sækja sér nauðsynlega þjónustu á mörgum stöðum, þessu verður gjörbreytt,“ segir Sóley. Sóley segir að með auknu samtali ríkis og borgar hafi skapast betri aðstæður til samvinnu. „Í starfi Ofbeldisvarnanefndar í Reykjavíkurborg skapaðist dýrmætt samtal sem hefur bætt aðstæður til samvinnu og þar með bætt þjónustuna,“ segir Sóley. Vonir standa til að þjónustumiðstöðin opni á þessu ári.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira