Stefnir að því að fá líkama kynlífsguðs Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. júlí 2016 20:13 Hugleikur leggur sér línurnar sjálfur og brýtur þær blygðunarlaust ef þær henta illa. Vísir Hugleikur Dagsson myndlistarmaður og grínari er í sjálfsskipuðu líkamsræktarátaki. Ástæðan er sú að í næsta mánuði ætlar hann að hlaupa í Reykjavíkur maraþonininu í næsta mánuði til styrktar Frú Ragnheiðar. Sú góða frú er sérinnréttaður sjúkrambíll á vegum Rauða krossins sem hefur Það verkefni að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu með skaðaminnkun í huga. Hugleikur ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu. Hægt er að heita á Hugleik hér. „Ég hafði verið að hugsa um að fara gera eitthvað í mínum málum þegar ég sá að Jonathan Duffy vinur minn og samstarfsfélagi ætlaði að hlaupa og þá varð ég að slá til líka,“ segir Hugleikur sem hefur leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með árangri sínum. Átakið kallar hann Operation Sex God.Braut sína eigin reglu eftir 2 dagaEins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hefur Hugleikur sett sér nýjar reglur fyrir hverja viku. Fyrsta reglan var að hætta að borða hveiti og sykur. Önnur reglan var að hætta að neyta áfengis á vikudögum. Það kom flatt upp á nokkra vini hans þegar hann dró þá reglu til baka aðeins tveimur dögum eftir að hann setti sér hana. Á sértilbúnum lista sem hann bætir inn á og birtir krotaði hann yfir þá reglu strax í annarri viku og skrifaði í staðinn; „Fokk ðat, í staðinn 2x20 armbeygjur á dag“. „Ég var að fara borða þessa fínu máltíð þegar ég áttaði mig á því að ég átti rauðvínsflösku og hugsaði með mér að það væri algjör geðsýki að sleppa því að hafa það með. Það er nóg að setja sér það að hætta að drekka bjór.“ Aðrar reglur eru að fara alltaf upp tröppur í stað þess að nota lyftur og að verðlauna sig með bíóferð ef hann hleypur í klukkutíma.Vill léttast um 10 kílóHugleikur fer einnig vikulega á vigtina og deilir því sem þar birtist á Facebook. Frá því að hann hóf átakið í lok júní hefur hann lést um 2 kíló en hann stóð í stað síðast. „Hlýtur að vera muscle gain,“ skrifaði hann með færslunni. „Ég er að vonast til þess að léttast um alla vega svona 10 kíló en Operation Sex God lýkur nú ekkert endilega þegar komið er að hlaupinu, þá tekur bara við part 2.“ Regla þessarar viku er að gera 100 armbeygjur á dag. Hann gerir þær þó ekki allar í einu, heldur tekur fimm lotur yfir daginn þar sem hann gerir 20 stykki í einu. Talan fer ekki upp í 120 ef hann hefur verið að fá sér kvöldið áður. „Ég hef bara ákveðið þessar reglur as I go along. Hef aðeins þegið ráðleggingar og svoleiðis. Tók til dæmis þess vegna út hveiti og sy kur. Svo hef ég fengið ráðleggingar um að fá mér egg í morgunmat. Þetta er ekkert svo brjálæðislega erfitt ef maður heldur sér uppteknum við eitt og annað. Á egg og gulrætur í ísskápnum ef maður finnur fyrir smá svengd.“Ný fyrirmynd Emmsjé GautaVísir/Anton BrinkNý fyrirmynd Emmsjá GautaHugleikur segist strax finna mun á sér eftir að hann hætti að drekkja bjór. „Maður er ekki eins útbelgdur og vanalega. Ég skipti bara yfir í allt annað en bjór. Uppáhalds kokteillinn minn á barnum þessa daganna er Skinny Bitch – sem er vodki í sóda.“ Eftir aðeins þrjár vikur af átakinu er Hugleikur þegar byrjaður að hafa áhrif á aðra félaga sína. „Ég fékk skemmtileg skilaboð frá Emmsjé Gauta. Hann sagði að ég væri orðinn nýja líkamsræktarfyrirmyndin hans og sagðist sjálfur ætla að hætta drekka bjór. Ég hef samt smá áhyggjur af þessu, því nú finnst mér ég vera orðinn ábyrgur á heilsufari Gauta.“ Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Hugleikur Dagsson myndlistarmaður og grínari er í sjálfsskipuðu líkamsræktarátaki. Ástæðan er sú að í næsta mánuði ætlar hann að hlaupa í Reykjavíkur maraþonininu í næsta mánuði til styrktar Frú Ragnheiðar. Sú góða frú er sérinnréttaður sjúkrambíll á vegum Rauða krossins sem hefur Það verkefni að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu með skaðaminnkun í huga. Hugleikur ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu. Hægt er að heita á Hugleik hér. „Ég hafði verið að hugsa um að fara gera eitthvað í mínum málum þegar ég sá að Jonathan Duffy vinur minn og samstarfsfélagi ætlaði að hlaupa og þá varð ég að slá til líka,“ segir Hugleikur sem hefur leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með árangri sínum. Átakið kallar hann Operation Sex God.Braut sína eigin reglu eftir 2 dagaEins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hefur Hugleikur sett sér nýjar reglur fyrir hverja viku. Fyrsta reglan var að hætta að borða hveiti og sykur. Önnur reglan var að hætta að neyta áfengis á vikudögum. Það kom flatt upp á nokkra vini hans þegar hann dró þá reglu til baka aðeins tveimur dögum eftir að hann setti sér hana. Á sértilbúnum lista sem hann bætir inn á og birtir krotaði hann yfir þá reglu strax í annarri viku og skrifaði í staðinn; „Fokk ðat, í staðinn 2x20 armbeygjur á dag“. „Ég var að fara borða þessa fínu máltíð þegar ég áttaði mig á því að ég átti rauðvínsflösku og hugsaði með mér að það væri algjör geðsýki að sleppa því að hafa það með. Það er nóg að setja sér það að hætta að drekka bjór.“ Aðrar reglur eru að fara alltaf upp tröppur í stað þess að nota lyftur og að verðlauna sig með bíóferð ef hann hleypur í klukkutíma.Vill léttast um 10 kílóHugleikur fer einnig vikulega á vigtina og deilir því sem þar birtist á Facebook. Frá því að hann hóf átakið í lok júní hefur hann lést um 2 kíló en hann stóð í stað síðast. „Hlýtur að vera muscle gain,“ skrifaði hann með færslunni. „Ég er að vonast til þess að léttast um alla vega svona 10 kíló en Operation Sex God lýkur nú ekkert endilega þegar komið er að hlaupinu, þá tekur bara við part 2.“ Regla þessarar viku er að gera 100 armbeygjur á dag. Hann gerir þær þó ekki allar í einu, heldur tekur fimm lotur yfir daginn þar sem hann gerir 20 stykki í einu. Talan fer ekki upp í 120 ef hann hefur verið að fá sér kvöldið áður. „Ég hef bara ákveðið þessar reglur as I go along. Hef aðeins þegið ráðleggingar og svoleiðis. Tók til dæmis þess vegna út hveiti og sy kur. Svo hef ég fengið ráðleggingar um að fá mér egg í morgunmat. Þetta er ekkert svo brjálæðislega erfitt ef maður heldur sér uppteknum við eitt og annað. Á egg og gulrætur í ísskápnum ef maður finnur fyrir smá svengd.“Ný fyrirmynd Emmsjé GautaVísir/Anton BrinkNý fyrirmynd Emmsjá GautaHugleikur segist strax finna mun á sér eftir að hann hætti að drekkja bjór. „Maður er ekki eins útbelgdur og vanalega. Ég skipti bara yfir í allt annað en bjór. Uppáhalds kokteillinn minn á barnum þessa daganna er Skinny Bitch – sem er vodki í sóda.“ Eftir aðeins þrjár vikur af átakinu er Hugleikur þegar byrjaður að hafa áhrif á aðra félaga sína. „Ég fékk skemmtileg skilaboð frá Emmsjé Gauta. Hann sagði að ég væri orðinn nýja líkamsræktarfyrirmyndin hans og sagðist sjálfur ætla að hætta drekka bjór. Ég hef samt smá áhyggjur af þessu, því nú finnst mér ég vera orðinn ábyrgur á heilsufari Gauta.“
Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04
Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið