Missti af mikilvægum fundi því bókunin fannst ekki í kerfi WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 13:57 Brennda Mattos ætlaði til London með WOW air í morgun en hún gat ekki tékkað sig inn því bókunin hennar fannst ekki. vísir Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira