Rannsókn bendir til tengsla milli gjafa og lyfjaávísana Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Dæmi eru um að læknar hafi fengið hundruð þúsunda króna í styrki frá lyfjafyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton brink Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00