Rannsókn bendir til tengsla milli gjafa og lyfjaávísana Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Dæmi eru um að læknar hafi fengið hundruð þúsunda króna í styrki frá lyfjafyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton brink Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent