Rannsókn bendir til tengsla milli gjafa og lyfjaávísana Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Dæmi eru um að læknar hafi fengið hundruð þúsunda króna í styrki frá lyfjafyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton brink Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Læknar sem fá smávægilegar gjafir frá lyfjafyrirtæki eru líklegri til þess að vísa á lyf frá viðkomandi lyfjafyrirtæki. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í júníútgáfu Tímarits bandarísku læknasamtakanna (e. The Journal of the American Medical Association). Samkvæmt rannsókninni virðast greiddar máltíðir heilt yfir vera um 80 prósent þeirra gjafa sem heilbrigðisstarfsfólkið sem rannsóknin tók til fær frá lyfjafyrirtækjunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl milli slíkra máltíða og ávísaðra hjarta- og þunglyndislyfja. Niðurstaða greinarhöfunda er að þessi tengsl séu fyrir hendi, jafnvel þótt máltíðin sé einungis 20 dala (jafnvirði 2.400 króna) virði. Ávísunum fjölgar svo eftir því sem fleiri og dýrari máltíðirnar eru. Greinarhöfundar taka fram að þó þeim hafi tekist að sýna fram á tengsl sé ekki hægt að fullyrða að orsakatengsl séu fyrir hendi. Í greininni segir að leiðbeinandi reglur frá samtökum amerískra lækna og samtökum lyfjaframleiðenda þar í landi geri ráð fyrir að gjafir til lækna megi nema allt upp undir 100 dollurum, andvirði um 12 þúsund króna. Ráðlegt sé að fylgjast vel með greiðslum og gjöfum til lækna í Bandaríkjunum. Mælt er með því fyrirkomulagi sem evrópskir lyfjaframleiðendur hafa sett sér um að birta upplýsingar um greiðslur til lækna, þótt þar sé matur og drykkir undanskilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru dæmi um að lyfjafyrirtæki hafi greitt einstökum læknum hér á landi hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. Oft er um að ræða ferðir á ráðstefnur erlendis eða annað slíkt. Upplýsingar um þetta voru birtar á vefsíðu Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingarnar eru birtar. Formaður Læknafélags Íslands sagði það sína skoðun að þær upphæðir sem um væri að ræða hefðu ekki áhrif á dómgreind lækna. „Á þessu geta menn haft mismunandi skoðanir og ég held að þetta séu upphæðir sem rugli alls ekki dómgreind lækna eða valdi því að menn upplifi einhverja óeðlilega hollustu við lyfjafyrirtækið,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, en bætir því við að styrkirnir geti hins vegar verið mikilvægir fyrir endurmenntun lækna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Dæmi um að læknar fái yfir milljón krónur frá lyfjafyrirtækjum Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki greiði einstökum læknum hundruð þúsunda í styrki vegna endurmenntunar eða annarra verkefna. Í einstaka tilfellum hafa styrkveitingar farið yfir eina milljón króna. 1. júlí 2016 05:00