Innlent

Aðgerðum björgunarmanna lokið á Suðurlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðgerðum í Víkurfjöru í dag.
Frá aðgerðum í Víkurfjöru í dag. mynd/landhelgisgæslan
Aðgerðum björgunarsveitarmanna sem kallaðir voru út í Víkurfjöru, Reykjadal og Ingólfsfjalli er lokið, en alls komu rúmlega 50 björgunarmenn að aðgerðum á Suðurlandi í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngukonunnar sem féll í klettum við Víkurfjöru um klukkan hálfeitt í dag og var komin um klukkutíma síðar á staðinn.

„Þá þegar voru björgunarsveitarmenn og læknir komnir á vettvang og höfðu þeir búið um konuna þannig að greiðlega gekk að koma henni fyrir á þyrlubörum og hífa hana upp í þyrluna. Hélt þyrlan aftur af stað til Reykjavíkur um tuttugu mínútum síðar og lenti svo á Landspítala Háskólasjúkrahúsi kl. 14:36,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Aðstæður voru mjög erfiðar en beita þurfti sérhæfðri fjallabjörgun. Björgunarmenn óðu í sjó meðfram klettunum og klifruðu svo upp að konunni og gátu tekið á móti siglínu þyrlunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×