Innlent

73 útköll lögreglu í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir
Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en alls sinnti lögreglan 73 útköllum á þessum tíma.

Um klukkan 21 var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að ógna fólki með hníf, var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Um klukkan 04:30 var tilkynnt um eld í bílskúr í miðbænum og er rannsókn málsins í gangi.

Þá voru þrír handteknir vegna ölvunar eða fíkniefnaaksturs. Alls gistu níu í fangaklefa, tveir af þeim fengu gistingu að eigin ósk þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að vernda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×