Innlent

Mikil en hæg umferð í átt að höfuðborgarsvæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin úr bíl á leið norður Vesturlandsveg en á henni sést bílaröðin á leið suður til Reykjavíkur.
Myndin er tekin úr bíl á leið norður Vesturlandsveg en á henni sést bílaröðin á leið suður til Reykjavíkur. vísir
Mjög þétt umferð er nú bæði um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kvöldumferðin er fyrr á ferðinni en vanalega á sunnudegi að sumri til og hún gengur hægt. Engin óhöpp hafa orðið að sögn lögreglunnar.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að sleppa öllum framúrakstri. Hann hafi ekkert upp á sig enda lendi maður bara fyrir aftan næsta bíl. Það sé því óþarfa áhætta sem hafi lítið upp á sig.

Vegfarandi sem var á ferð norður um Hvalfjarðargöngin og hafði samband við Vísi sagði að mikil umferð væri um göngin í suðurátt. Löng röð væri búin að myndast sem næði framhjá álveri Norðuráls í Hvalfirði og hér um bil að afleggjaranum til Akraness norðanmegin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×