Nota má síma til að kanna upprunann Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Í kjötvinnslunni hjá Fjallalambi á Kópaskeri. vísir/pjetur Fjallalamb á Kópaskeri hefur sett merkingar um uppruna afurðanna á umbúðir sínar í verslunum. Nú geta neytendur skoðað með snjallsíma sínum hvaðan kjötið kemur áður en varan er keypt. Vill fyrirtækið með þessu auka þjónustu við neytendur. „Þetta verkefni hefur verið í gangi hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs. „Nú erum við komin það langt að hægt er að skanna pakkningar á lambakjöti frá okkur og þá getur neytandinn séð hvaðan lambið kemur, lesið sér til um bændurna á bænum og séð myndir af bústörfum.“ Mikið hefur verið rætt um það síðustu árin að auka gagnsæi í ræktun á Íslandi og að rekjanleikinn frá býli til neytandans sé sem bestur.Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambsvísir/pjeturSvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda, er að vonum ánægður með að þetta verkefni sé loks komið á koppinn. „Við erum afskaplega ánægð með þetta verkefni. Þetta er metnaðarfullt og sýnir að við viljum þróa ræktunina inn í nútímann,“ segir hann og bendir á að sauðfjárbændur séu í sinni ræktun með eitt öflugasta skráningarkerfi í heimi þar sem nákvæmt bókhald sé um hvert einasta lamb. „Og þessum upplýsingum viljum við skila áfram til neytenda.“ Neytendur geta með þessu skoðað í verslunum upplýsingar um býlin, fjölda áa, fjölda dýra sem slátrað var í síðustu sláturtíð og séð meðalfallþunga dilka. Einnig er hægt að lesa sér til um ábúendur og fá myndir af sauðfjárbúunum beint upp í símann. Björn Víkingur segir þetta fyrirkomulag einnig hafa þann kost að bændur þurfi að gjöra svo vel að hafa allt í toppstandi á búum sínum. „Bændur þurfa nú að vera á tánum. Nú er neytandinn nær þér og því veitir þetta miklu meira aðhald, bæði hvað varðar að framleiðslan sé góð sem og að velferð dýra sé í forgangi,“ segir Björn Víkingur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Fjallalamb á Kópaskeri hefur sett merkingar um uppruna afurðanna á umbúðir sínar í verslunum. Nú geta neytendur skoðað með snjallsíma sínum hvaðan kjötið kemur áður en varan er keypt. Vill fyrirtækið með þessu auka þjónustu við neytendur. „Þetta verkefni hefur verið í gangi hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs. „Nú erum við komin það langt að hægt er að skanna pakkningar á lambakjöti frá okkur og þá getur neytandinn séð hvaðan lambið kemur, lesið sér til um bændurna á bænum og séð myndir af bústörfum.“ Mikið hefur verið rætt um það síðustu árin að auka gagnsæi í ræktun á Íslandi og að rekjanleikinn frá býli til neytandans sé sem bestur.Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambsvísir/pjeturSvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda, er að vonum ánægður með að þetta verkefni sé loks komið á koppinn. „Við erum afskaplega ánægð með þetta verkefni. Þetta er metnaðarfullt og sýnir að við viljum þróa ræktunina inn í nútímann,“ segir hann og bendir á að sauðfjárbændur séu í sinni ræktun með eitt öflugasta skráningarkerfi í heimi þar sem nákvæmt bókhald sé um hvert einasta lamb. „Og þessum upplýsingum viljum við skila áfram til neytenda.“ Neytendur geta með þessu skoðað í verslunum upplýsingar um býlin, fjölda áa, fjölda dýra sem slátrað var í síðustu sláturtíð og séð meðalfallþunga dilka. Einnig er hægt að lesa sér til um ábúendur og fá myndir af sauðfjárbúunum beint upp í símann. Björn Víkingur segir þetta fyrirkomulag einnig hafa þann kost að bændur þurfi að gjöra svo vel að hafa allt í toppstandi á búum sínum. „Bændur þurfa nú að vera á tánum. Nú er neytandinn nær þér og því veitir þetta miklu meira aðhald, bæði hvað varðar að framleiðslan sé góð sem og að velferð dýra sé í forgangi,“ segir Björn Víkingur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira