Gerendur og brotaþoli breyttu framburði í ránsmáli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 09:15 Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Suðurlands en dómstóllinn er staðsettur á Selfossi. vísir/pjetur Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Þrír menn voru í Héraðdsómi Suðurlands fyrir helgi sakfelldir fyrir gripdeild. Tveir mannanna höfðu verið ákærðir fyrir rán og sá þriðji fyrir hlutdeild í ráni. Dómari málsins taldi hins vegar ekki sannað að um rán hefði verið að ræða. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september 2014. Mönnunum þremur var gert að sök að hafa ráðist inn á heimili manns, slegið hann ítrekað í andlitið, sparkað í síðu hans og skallað hann í höfuðið. Þá á einn þeirra að hafa hótað brotaþola að skera af honum fingur. Þremenningarnir höfðu á brott úr íbúðinni Nokia-síma, tíuþúsund krónur í reiðufé, lykla, örorkuskírteini brotaþola, debetkort, lyf, fatnað og tölvu. Einnig kröfðu þeir manninn um PIN-númer debetkorts hans.Breyttu framburði sínum hjá lögreglu Mennirnir fjórir, það er brotaþoli og hinir ákærðu, voru allir undir áhrifum vímuefna. Teknar voru skýrslur af gerendunum hjá lögreglu. Eftir að frumskýrslur höfðu verið teknar komu tveir þeirra af sjálfsdáðum til lögreglu og óskuðu eftir því að breyta framburði sínum. Í síðari útgáfunni hallaði talsvert á þann þriðja. Talsverður munur var á framburði mannanna þriggja fyrir dómi og hjá lögreglu. Einn þeirra sagði meðal annars fyrir dómi að málið hefði verið „hrekkur gagnvart brotaþola“. Mennirnir drógu allir eilítið úr þætti sínum fyrir dómi. Fyrir dómi sagði brotaþoli að mennirnir hefðu ruðst inn á heimili sitt. Einn þeirra hefði slegið hann en sum laust högg hefði verið að ræða. Eins konar „kerlingaklapp“. Annar hefði hins vegar verið æstur, „út úr spíttaður“ og kýlt hann vel.Vildi gera mönnunum greiða Líkt og með tvo hinna ákærðu þá óskaði brotaþoli einnig eftir því að breyta framburði sínum. Skömmu eftir að gerendurnir breyttu sínum framburði mætti brotaþoli á lögreglustöð og óskaði eftir því að draga kæruna til baka á hendur tveimur mannanna. Þeir hafi nánast ekkert gert heldur hafi sá þriðji verið forsprakkinn. Brotaþoli var spurður um það, fyrir dómi, hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum. Svar hans var á þann veg að einn þremenninganna hefði grátbeðið sig um að gera það „þar sem hann væri svo hræddur við að fara í fangelsi“. Í niðurstöðu dómara málsins kemur fram að hann taldi að framburður brotaþola hefði verið því marki brenndur að gera tveimur þremenninganna greiða með því að koma sökinni á hinn þriðja. Mikið ósamræmi hafi verið í framburði brotaþola. Því þótti ósannað að mennirnir hafi gerst sekir um rán. Hins vegar þótti sannað að mennirnir hefðu gerst sekir um gripdeild. Tveir mannanna eiga brotaferil að baki. Ferill annars þeirra nær aftur til ársins 2005 en hins aftur til ársins 1989. Báðir rufu skilorð með broti sínu nú. Dómari málsins mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en fullnusta hennar fellur niður haldi þeir skilorð í þrjú ár. Þriðji maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur. Refsing hans er 50.000 króna sekt í ríkissjóð. Sektin skal greidd innan fjögurra vikna en ella skuli hann sæta fangelsi í fjóra daga. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira