Innlent

Ógnaði manni með exi á Klambratúni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Af Klambratúni.
Af Klambratúni.
Karlmaður með exi var handtekinn á sjötta tímanum í kvöld. Var hann staddur á Klambratúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

„Karlmaðurinn hafði stuttu áður átt í deildum við annan mann og þar hafði hann ógnað viðkomandi með öxinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir í tilkynningu. Þá er greint frá því að síðdegis hafi orðið árekstur í Tryggvagötu.

„Um var að ræða bifreið og bifhjól. Ökumaður bifhjólsins fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðsli hans voru talin minniháttar á vettvangi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×