Innlent

Sækja slasaða göngukonu á Ströndum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þyrla gæslunnar hefur verið send á vettvang.
Þyrla gæslunnar hefur verið send á vettvang. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, er á leið til Bolungarvíkur á Ströndum að sækja slasaða göngukonu.

Neyðarkallið barst gæslunni í gegnum rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa, þar sem ekkert síma eða tetrasamband er á staðnum.

Konan var hluti af gönguhóp en fólkið var með VHF-talstöð með í för. Einn úr hópnum þurfti að ganga talsverða leið til að komast í samband til að geta sent neyðarkallið.

Kallið barst 20.12 til gæslunnar og er áætlað að þyrlan verði komin að konunni um klukkan 22.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×