Innlent

Flutt á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tveir slökkviliðsbílar fóru á staðinn.
Tveir slökkviliðsbílar fóru á staðinn. vísir/stefán
Einn var fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði í íbúð á Vesturgötu í Reykjavík. Grunur lék á að íbúinn hefði fengið reykeitrun.

Tilkynning um eldinn barst á tíunda tímanum en pottur hafði gleymst á eldavél í íbúðinni. Lögregla var kölluð út auk sjúkrabíls og tveggja slökkviliðsbíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×