Kynsjúkdómar færast í aukana hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2016 19:30 Kynsjúkdómar eru að færast í aukana hér á landi og þá einkum sárasótt og lekandi. Þá hafa fleiri greinst með HIV það sem af er ári en á öllu síðasta ári. Sóttvarnarlæknir segir þessa þróun vera áhyggjuefni og að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar. Greint er frá því í fréttabréfi sóttvarnarlæknis að kynsjúkdómar hafi verið að sækja í sig veðrið hér á landi undanfarna mánuði. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, fjórtán karlmenn og tvær konur. Það er umtalsverð aukning á sjúkdómum á undanförnum tveimur árum. Þá hafa mun fleiri greinst með lekanda á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 einstaklingar greinst með HIV-sýkingu, þar af þrír með alnæmi. Það eru fleiri en á öllu síðasta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir þetta áhyggjuefni. „Menn eru að sjá þessa aukningu á lekanda og sárasótt. Þetta er aukning einkum hjá karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Sennilega er orsökin sú að menn eru farnir að slaka á notkun smokka og viðhafa kynmök sem eru kannski ekki eins örugg og áður,“segir Þórólfur. „Það hefur náðst mjög góður árangur í meðferð við HIV og það má vel vera að menn hafi slakað aðeins á og talið að það sé ekki þörf á að nota smokka. Þess vegna blossi þessir kynsjúkdómar upp aftur. Mér finnst það líklegasta skýringin.“ Þórólfur segir að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar þar sem dregið hafi jafnt og þétt úr notkun þeirra síðustu ár. „Það þarf í fyrsta lagi að vekja athygli á þessu og koma þessum skilaboðum inn í áhættuhópana þar sem þessi sýking er orðin áberandi. Og hvetja til ábyrgs kynlífs og aukinnar notkunnar smokka. Svo þarf líka að efla forvarnir og upplýsingafræðslu til dæmis í skólum. Það er það sem verið er að gera núna.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Kynsjúkdómar eru að færast í aukana hér á landi og þá einkum sárasótt og lekandi. Þá hafa fleiri greinst með HIV það sem af er ári en á öllu síðasta ári. Sóttvarnarlæknir segir þessa þróun vera áhyggjuefni og að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar. Greint er frá því í fréttabréfi sóttvarnarlæknis að kynsjúkdómar hafi verið að sækja í sig veðrið hér á landi undanfarna mánuði. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, fjórtán karlmenn og tvær konur. Það er umtalsverð aukning á sjúkdómum á undanförnum tveimur árum. Þá hafa mun fleiri greinst með lekanda á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu 2016 hafa 16 einstaklingar greinst með HIV-sýkingu, þar af þrír með alnæmi. Það eru fleiri en á öllu síðasta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir þetta áhyggjuefni. „Menn eru að sjá þessa aukningu á lekanda og sárasótt. Þetta er aukning einkum hjá karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Sennilega er orsökin sú að menn eru farnir að slaka á notkun smokka og viðhafa kynmök sem eru kannski ekki eins örugg og áður,“segir Þórólfur. „Það hefur náðst mjög góður árangur í meðferð við HIV og það má vel vera að menn hafi slakað aðeins á og talið að það sé ekki þörf á að nota smokka. Þess vegna blossi þessir kynsjúkdómar upp aftur. Mér finnst það líklegasta skýringin.“ Þórólfur segir að hvetja þurfi til aukinnar smokkanotkunar þar sem dregið hafi jafnt og þétt úr notkun þeirra síðustu ár. „Það þarf í fyrsta lagi að vekja athygli á þessu og koma þessum skilaboðum inn í áhættuhópana þar sem þessi sýking er orðin áberandi. Og hvetja til ábyrgs kynlífs og aukinnar notkunnar smokka. Svo þarf líka að efla forvarnir og upplýsingafræðslu til dæmis í skólum. Það er það sem verið er að gera núna.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira