Innlent

Ósátt við framkvæmd Bíladaga

Sveinn Arnarsson skrifar
Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga.
Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga. Fréttablaðið/Auðunn
Akureyri Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir óánægju með þá umferðarmenningu sem fylgdi Bíladögum sem haldnir voru í kringum 17. júní.

Kvörtunum til lögreglu fjölgaði að þessu sinni vegna ónæðis af hávaða frá bifreiðum og hraðaksturs í hverfum bæjarins.

Ekki kemur til greina, að mati formanns bæjarráðs, að hætta við Bíladaga.

Stjórn Akureyrarstofu segir í ályktun sinni að margt bendi til að verr hafi tekist til nú en síðustu ár við að stemma stigu við hraðakstri gesta í hverfum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, segir fundi með bílaklúbbsmönnum á dagskránni sem og að ræða við lögreglu um hvað sé hægt að gera til að minnka hraðann innanbæjar.

Guðmundur Baldvin vill þó ekki loka á Bíladaga. „Það yrði mjög erfitt að gera það og því hefur það ekki komið til tals að hætta við að halda Bíladaga hátíðlega. Formaður íþróttaráðs hefur farið á fund bílaklúbbsmanna vegna þessa máls og við munum nú skoða hvað við getum gert. Það gæti farið svo í ár að við fækkuðum akreinum á stofn­æðum bæjarins svo menn séu ekki í kappakstri innanbæjar,“ segir Guðmundur Baldvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×