Innlent

Strákarnir slá Eyjafjallajökli við

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm/Google
Orðið „Iceland“ hefur aldrei verið slegið oftar inn á leitarvélum Google en um þessar mundir. Svo virðist sem að gengi íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi hafi slegið Eyjafjallajökli við.

Gengi liðsins, sem og íslenskir aðdáendur hafa verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum um allan heim.

Á vef Google má sjá tinda í áhuga á Íslandi sem flestir tengjast eldgosum, en hingað til hefur áhuginn aldrei svo mikið sem nálgast áhugann í apríl 2010, þegar eldgosið varð í Eyjafjallajökli. Það hafði umtalsverð áhrif á flugumferð í Evrópu og yfir Atlantshafið.

Séu upplýsingar fyrir árið 2016 skoðaðar má sjá að stór hluti uppflettinganna tengist sigri Íslands á Englandi. Flestar uppflettingar á árinu tengjast Evrópumótinu. Þá er greinilegt að Bretar hafa verið duglegir við að kynna sér matvöruverslunina Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×