Innlent

Ferðamaður lést við veiðar í Blöndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var fæddur árið 1926.
Maðurinn var fæddur árið 1926. Vísir
Spænskur ferðamaður lést seinnipartinn í gær eftir að hann fór í hjartastopp þar sem hann var við veiðar í Blöndu ásamt þremur samlöndum sínum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi var haft samband við neyðarlínu eftir að maðurinn hneig niður og fóru sjúkralið og lögregla á vettvang.

Maðurinn var fluttur á heilbrigðisstofnun á Blönduósi en lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn stuttu síðar.

Maðurinn var fæddur árið 1926 og var því níræður. Hann var við veiðar í Blöndu ásamt þremur veiðifélögum sem eru einnig spænskir.

Mbl.is greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×