Segir dómstól götunnar þegar hafa dæmt í máli Pistorious Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. júlí 2016 16:45 Suður Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorious var í morgun dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morðið á kærustu sinni. Lögfræðingar Pistorious segja að hann ætli ekki að áfrýja dómnum. Pistorious er dæmdur fyrir að hafa banað kærustu sinni, Reevu Steenkamp árið 2013. Í vitnaleiðslum viðurkenndi hann að hafa skotið kærustu sína fjórum sinnum í gegn um læsta hurð en segist hafa haldið að hann væri að skjóta á óboðinn gest í húsi þeirra.Pistorious hefði getað átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir morð en í ljósi þess að Pistorious sýndi iðrun og vilja til betrunar var hann dæmdur í sex ára fangelsi með möguleika á skilorðsbundnum dóm eftir þrjú ár. Hann hefur þegar afplánað í eitt ár eftir dóm undirdómstóls þar sem hann var sakfelldur fyrir manndráp en ekki morð af ásettu ráði. Sá dómur var upp á fimm ár. Lögfræðingar hans segja að hann muni ekki áfrýja dómnum. Saksóknari í Suður Afríku hefur enn ekki ákvarðað hvort að sóknin muni áfrýja. Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona Pistorious og bar meðal annars vitni í réttarhöldunum, hún segir dómarann Thokozile Masipa hafa sýnt réttlæti í réttarhöldunum. „Hún er hugrökk og sanngjörn. Af því að almenningsálitið er á þann veg að fólk heldur að þetta hafi verið ofbeldi gagnvart konu, að hann hafi ætlað sér að drepa hana. En hún [Masipa] tók vel utan um það í morgun að bæði dómsstigin segja að hann hafi haldið að hún [Steenkamp] hafi verið inni í svefnherbergi en einhver annar inni á baði og að þetta eigi ekkert skylt við kynbundið ofbeldi heldur sé þetta slys þó að seinna dómsstigið segi að hafi átt að hugsa rökrétt,“ segir hún. „Mér finnst þeir þó ekki taka almennilega með í reikninginn fötlunina hans, kvíða eða stöðu þjóðfélagsins almennt því þetta er alltaf að gerast. Hann er fyrsti maðurinn til að fá dóm af þessu tagi í Suður Afríku. Þetta elltaf að gerast í Suður Afríku að fólk er að slasa eða drepa ættingja í gegn um læstar dyr í hræðslukasti af því að glæpirnir eru svo hræðilegir þarna,“ segir Ebba. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Suður Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorious var í morgun dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morðið á kærustu sinni. Lögfræðingar Pistorious segja að hann ætli ekki að áfrýja dómnum. Pistorious er dæmdur fyrir að hafa banað kærustu sinni, Reevu Steenkamp árið 2013. Í vitnaleiðslum viðurkenndi hann að hafa skotið kærustu sína fjórum sinnum í gegn um læsta hurð en segist hafa haldið að hann væri að skjóta á óboðinn gest í húsi þeirra.Pistorious hefði getað átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir morð en í ljósi þess að Pistorious sýndi iðrun og vilja til betrunar var hann dæmdur í sex ára fangelsi með möguleika á skilorðsbundnum dóm eftir þrjú ár. Hann hefur þegar afplánað í eitt ár eftir dóm undirdómstóls þar sem hann var sakfelldur fyrir manndráp en ekki morð af ásettu ráði. Sá dómur var upp á fimm ár. Lögfræðingar hans segja að hann muni ekki áfrýja dómnum. Saksóknari í Suður Afríku hefur enn ekki ákvarðað hvort að sóknin muni áfrýja. Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona Pistorious og bar meðal annars vitni í réttarhöldunum, hún segir dómarann Thokozile Masipa hafa sýnt réttlæti í réttarhöldunum. „Hún er hugrökk og sanngjörn. Af því að almenningsálitið er á þann veg að fólk heldur að þetta hafi verið ofbeldi gagnvart konu, að hann hafi ætlað sér að drepa hana. En hún [Masipa] tók vel utan um það í morgun að bæði dómsstigin segja að hann hafi haldið að hún [Steenkamp] hafi verið inni í svefnherbergi en einhver annar inni á baði og að þetta eigi ekkert skylt við kynbundið ofbeldi heldur sé þetta slys þó að seinna dómsstigið segi að hafi átt að hugsa rökrétt,“ segir hún. „Mér finnst þeir þó ekki taka almennilega með í reikninginn fötlunina hans, kvíða eða stöðu þjóðfélagsins almennt því þetta er alltaf að gerast. Hann er fyrsti maðurinn til að fá dóm af þessu tagi í Suður Afríku. Þetta elltaf að gerast í Suður Afríku að fólk er að slasa eða drepa ættingja í gegn um læstar dyr í hræðslukasti af því að glæpirnir eru svo hræðilegir þarna,“ segir Ebba.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira