Innlent

Ungliði í einu af þremur efstu sætum Samfylkingar í Reykjavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Yngsti þingmaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún ætli að hætta á þingi.
Yngsti þingmaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún ætli að hætta á þingi. vísir/daníel
Fulltrúaráð Samfylkingarfélaganna í Reykjavík samþykkti í gær að tryggja fólki yngra en 35 ára eitt af þremur efstu sætum lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi kosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Sambærileg tillaga var borin upp á landsþingi flokksins í fyrra en hlaut ekki brautargengi. Landsfundur vísaði henni til kjördæmisráða og reið Reykjavík á vaðið með að samþykkja tillöguna.

Þingflokkur Samfylkingarinnar er í dag elsti þingflokkurinn sé litið til meðal lífaldurs þingmanna. Yngsti þingmaður flokksins, Katrín Júlísdóttir, verður 42 ára í ár. Þá er flokkurinn sá næstelsti sé litið til þingsetualdurs.

Í tilkynningunni kemur fram að með þessu sé tryggt að fulltrúar ungs fólks verði í það minnsta áberandi í komandi kosningabaráttu og aukið líkurnar á að ungt fólk gerist talsmenn Samfylkingingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi að loknum kosningum í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×