Segir stjórnvöld hafa grafið undan innlendri framleiðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri í verksmiðju VARMA í Reykjavík, segir ekkert gagn að breytingum sem gerðar hafi verið á lögum um notkun þjóðfánans. Fréttablaðið/Vilhelm „Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og með því grafið undan innlendri framleiðslu,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins VARMA, sem framleiðir ullar- og skinnavörur. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þarf nú að hætta rekstri á Akureyri. Páll segir stjórnvöld ekki hafa sinnt reglugerðum í iðnaðinum, innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga og kaupandinn sjái engan mun á íslenskri vöru og innfluttri erlendri vöru. Páli finnst að merkingar nokkurra samkeppnisaðila hans gangi út á að láta neytendur trúa því að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrirspurn Fréttablaðsins til Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, atvinnu- og iðnaðarráðherra, leiddi í ljós að starfshópur sem var skipaður í innanríkisráðuneytinu í október 2015 og átti að vinna í tengslum við upprunamerkingar á neytendavörum, skilaði aðeins niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. „Þegar vinna starfshópsins var komin nokkuð á veg kom í ljós að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum. Frumvarpið fjallaði um notkun íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins gerðu breytingartillögur við frumvarpið sem byggðu að miklu leyti á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið í vinnu starfshópsins. Úr varð að lögum nr. 34/1944 var breytt með lögum nr. 28/2016.,“ segir í svari frá innanríkisráðuneytinu. Páll segir starfshópinn ekki hafa gert það sem hann var skipaður til. „Þessi lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þessari lagasetningu,“ ítrekar Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra tekur undir með Páli. „Upprunamerkingar varða neytendavernd og neytendur eiga rétt á að vera upplýstir um vöruna, hvar hún er framleidd og um uppruna hráefnisins. Með réttum merkingum bætum við einnig samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar,“ segir Ragnheiður. „Það er sjálfsagt að neytandinn geti séð á umbúðunum hvaða vörur eru framleiddar hér úr íslensku hráefni og hvaða vörur eru framleiddar annars staðar úr sama hráefni, t.d. í Asíu, segir hún. Neytendamál heyra undir innanríkisráðuneyti og Ragnheiður vísar í starfandi vinnuhóp. „Mitt ráðuneyti átti fulltrúa í þeim vinnuhópi. Hópurinn gerði hlé á störfum sínum þegar fánalagafrumvarpið svokallað var til meðferðar í þinginu og voru menn að freista þess þar að ná heildstætt utan um þessi mál. Það er hins vegar ljóst miðað við framkomnar athugasemdir að svo varð ekki,“ segir Ragnheiður Elín um lyktir mála og segir tilefni til að skoða málin þegar þing kemur saman í haust.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
„Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og með því grafið undan innlendri framleiðslu,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins VARMA, sem framleiðir ullar- og skinnavörur. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þarf nú að hætta rekstri á Akureyri. Páll segir stjórnvöld ekki hafa sinnt reglugerðum í iðnaðinum, innfluttar ullar- og skinnavörur séu án upprunamerkinga og kaupandinn sjái engan mun á íslenskri vöru og innfluttri erlendri vöru. Páli finnst að merkingar nokkurra samkeppnisaðila hans gangi út á að láta neytendur trúa því að um íslenska framleiðslu og hráefni sé að ræða. Fyrirspurn Fréttablaðsins til Ólafar Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, atvinnu- og iðnaðarráðherra, leiddi í ljós að starfshópur sem var skipaður í innanríkisráðuneytinu í október 2015 og átti að vinna í tengslum við upprunamerkingar á neytendavörum, skilaði aðeins niðurstöðu sem tók til notkunar íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. „Þegar vinna starfshópsins var komin nokkuð á veg kom í ljós að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum. Frumvarpið fjallaði um notkun íslenska þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins gerðu breytingartillögur við frumvarpið sem byggðu að miklu leyti á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið í vinnu starfshópsins. Úr varð að lögum nr. 34/1944 var breytt með lögum nr. 28/2016.,“ segir í svari frá innanríkisráðuneytinu. Páll segir starfshópinn ekki hafa gert það sem hann var skipaður til. „Þessi lög breyta í engu því að fyrirtæki þurfa eftir sem áður ekki að innihalds- eða upprunamerkja innfluttar ullar og skinnavörur, nema þau noti íslenska þjóðfánann í merkingum sínum. Það er ekkert gagn af þessari lagasetningu,“ ítrekar Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra tekur undir með Páli. „Upprunamerkingar varða neytendavernd og neytendur eiga rétt á að vera upplýstir um vöruna, hvar hún er framleidd og um uppruna hráefnisins. Með réttum merkingum bætum við einnig samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar,“ segir Ragnheiður. „Það er sjálfsagt að neytandinn geti séð á umbúðunum hvaða vörur eru framleiddar hér úr íslensku hráefni og hvaða vörur eru framleiddar annars staðar úr sama hráefni, t.d. í Asíu, segir hún. Neytendamál heyra undir innanríkisráðuneyti og Ragnheiður vísar í starfandi vinnuhóp. „Mitt ráðuneyti átti fulltrúa í þeim vinnuhópi. Hópurinn gerði hlé á störfum sínum þegar fánalagafrumvarpið svokallað var til meðferðar í þinginu og voru menn að freista þess þar að ná heildstætt utan um þessi mál. Það er hins vegar ljóst miðað við framkomnar athugasemdir að svo varð ekki,“ segir Ragnheiður Elín um lyktir mála og segir tilefni til að skoða málin þegar þing kemur saman í haust.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira