Innlent

Opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný

Samúel Karl Ólason skrifar
Lokað er á milli Fitja og Grænásbrautar í Reykjanesbæ.
Lokað er á milli Fitja og Grænásbrautar í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm
Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut milli Fitja og Grænásbrautar í Reykjanesbæ. Alvarlegt umferðarslys varð þar í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum sem barst á ellefta tímanum.

Lögreglan veitir engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem snúa að því hvort opið sé fyrir umferð eða ekki.

Samkvæmt heimildum Mbl.is varð slysið þegar flutningabíl var ekið í veg fyrir mótorhjólið. Flutningabíllinn var að beygja frá afleggjaranum við Ásbrú þegar hann ók í veg fyrir mótorhjólið. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:59.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×