Stuðningurinn við Íraksstríðið var vegna undirgefni og hlýðni Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:00 Ísland var eitt þeirra þrjátíu ríkja sem lýstu yfir stuðningi innrás bandaríska og breska hersins í Írak árið 2003. Sú ákvörðun var tekin af þáverandi forsætis- og utanríksiráðherrum, Davið Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis. Ákvörðunin var frá fyrstu stundu gagnrýnd harðlega af formönnum þáverandi stjórnarandstöðuflokka, sem litu á innrásina sem ólögmætt árásarstríð. Steingrímur J. Sigfússon þáverandi formaður Vinstri grænna segir Íraksstríðið hafa verið dýrkeypt og hörmuleg afglöp í heimsmálunum og breska rannsóknarskýrslan sem kynnt var í gær sýni fram á það. „Hún náttúrulega er enn ein sönnun þess hversu illa þessi ákvörðun var undirbyggð og illa að henni staðið. Byggði á fölsum og upplognum forsendum og á svig við alþjóðalög.“Illa ígrunduð og ábyrgðarlaus innrás Niðurstaða Johns Chilcot formanns nefndarinnar er meðal annars sú að að forsætisráðherra Bretlands hafi tekið þátt í innrás Bandaríkjamanna án þess að hafa hlustað á varnaðarorð eða gert sér grein fyrir afleiðingunum. „Það voru fyrst og fremst Bandaríkin sem hnýttu Breta aftan í sig, hinn vígreifa Tony Blair sem þá var, og síðan voru þrædd upp lönd til að láta þetta líta út fyrir að vera einhverja fjölþjóðlega aðgerð," segir Steingrímur. „Ísland lendir á þessum lista sem er náttúrulega hneysa að við vopnlaus og herlaus og friðlsöm þjóð skyldum blanda okkur í þetta, sem er yfirgengilegt og smánarblettur á þeim sem á því bera ábyrgð.“Herinn fór samt Steingrímur sagði sjálfur árið 2003 að ákvörðun Davíðs og Halldórs bæri vott um skilyrðislausa hlýðni þeirra og undirgefni gagnvart Bandaríkjunum vegna ótta við að bandaríski herinn færi frá Keflavík. „Ég stend enn við það að að einhverju leyti var þessi taumlausa hlýðni við Bandaríkin vegna þess að ráðamenn flestir á þeim tíma voru á hnjánum af ótta við að herinn færi. En hann fór nú samt, sem betur fer og lítið hafðist upp úr krafsinu að því leytinu til.“Leiðari Morgunblaðsins fjallar um málið Davíð Oddsson baðst undan ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins og sagðist engu hafa að bæta við leiðara Morgunblaðsins, þar sem hann er nú snúinn aftur til starfa. Í leiðaranum segir meðal annars að fyrir löngu hafi orðið ljóst að helsta efnisforsenda árásarinnar, fullyrðingar um efnavopnabúr Saddams Husseins, hafi ekki verið fyrir hendi. Þá er í leiðaranum hnykkt út með þeirri niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að innrásin í Írak hafi þrátt fyrir allt ekki verið ólögmæt. Tengdar fréttir Íraksstríðið vanhugsað hernaðarbrölt Sjö ára rannsókn Chilcots lávarðar leiðir í ljós að Bretar héldu árið 2003 að vanhugsuðu máli og að óþörfu út í stríð í Írak með Bandaríkjunum. Tony Blair biðst afsökunar á afdrifaríkum og sársaukafullum mistökum, en segir allt hafa verið gert í góðri trú. 7. júlí 2016 07:00 Blair til Bush: „Ég er með þér sama hvað“ Rannsóknarnefnd segir stjórnendur Breta hafa hundsað aðvaranir og verið óundirbúna fyrir seinna Íraksstríðið. 6. júlí 2016 11:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Ísland var eitt þeirra þrjátíu ríkja sem lýstu yfir stuðningi innrás bandaríska og breska hersins í Írak árið 2003. Sú ákvörðun var tekin af þáverandi forsætis- og utanríksiráðherrum, Davið Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis. Ákvörðunin var frá fyrstu stundu gagnrýnd harðlega af formönnum þáverandi stjórnarandstöðuflokka, sem litu á innrásina sem ólögmætt árásarstríð. Steingrímur J. Sigfússon þáverandi formaður Vinstri grænna segir Íraksstríðið hafa verið dýrkeypt og hörmuleg afglöp í heimsmálunum og breska rannsóknarskýrslan sem kynnt var í gær sýni fram á það. „Hún náttúrulega er enn ein sönnun þess hversu illa þessi ákvörðun var undirbyggð og illa að henni staðið. Byggði á fölsum og upplognum forsendum og á svig við alþjóðalög.“Illa ígrunduð og ábyrgðarlaus innrás Niðurstaða Johns Chilcot formanns nefndarinnar er meðal annars sú að að forsætisráðherra Bretlands hafi tekið þátt í innrás Bandaríkjamanna án þess að hafa hlustað á varnaðarorð eða gert sér grein fyrir afleiðingunum. „Það voru fyrst og fremst Bandaríkin sem hnýttu Breta aftan í sig, hinn vígreifa Tony Blair sem þá var, og síðan voru þrædd upp lönd til að láta þetta líta út fyrir að vera einhverja fjölþjóðlega aðgerð," segir Steingrímur. „Ísland lendir á þessum lista sem er náttúrulega hneysa að við vopnlaus og herlaus og friðlsöm þjóð skyldum blanda okkur í þetta, sem er yfirgengilegt og smánarblettur á þeim sem á því bera ábyrgð.“Herinn fór samt Steingrímur sagði sjálfur árið 2003 að ákvörðun Davíðs og Halldórs bæri vott um skilyrðislausa hlýðni þeirra og undirgefni gagnvart Bandaríkjunum vegna ótta við að bandaríski herinn færi frá Keflavík. „Ég stend enn við það að að einhverju leyti var þessi taumlausa hlýðni við Bandaríkin vegna þess að ráðamenn flestir á þeim tíma voru á hnjánum af ótta við að herinn færi. En hann fór nú samt, sem betur fer og lítið hafðist upp úr krafsinu að því leytinu til.“Leiðari Morgunblaðsins fjallar um málið Davíð Oddsson baðst undan ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins og sagðist engu hafa að bæta við leiðara Morgunblaðsins, þar sem hann er nú snúinn aftur til starfa. Í leiðaranum segir meðal annars að fyrir löngu hafi orðið ljóst að helsta efnisforsenda árásarinnar, fullyrðingar um efnavopnabúr Saddams Husseins, hafi ekki verið fyrir hendi. Þá er í leiðaranum hnykkt út með þeirri niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að innrásin í Írak hafi þrátt fyrir allt ekki verið ólögmæt.
Tengdar fréttir Íraksstríðið vanhugsað hernaðarbrölt Sjö ára rannsókn Chilcots lávarðar leiðir í ljós að Bretar héldu árið 2003 að vanhugsuðu máli og að óþörfu út í stríð í Írak með Bandaríkjunum. Tony Blair biðst afsökunar á afdrifaríkum og sársaukafullum mistökum, en segir allt hafa verið gert í góðri trú. 7. júlí 2016 07:00 Blair til Bush: „Ég er með þér sama hvað“ Rannsóknarnefnd segir stjórnendur Breta hafa hundsað aðvaranir og verið óundirbúna fyrir seinna Íraksstríðið. 6. júlí 2016 11:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Íraksstríðið vanhugsað hernaðarbrölt Sjö ára rannsókn Chilcots lávarðar leiðir í ljós að Bretar héldu árið 2003 að vanhugsuðu máli og að óþörfu út í stríð í Írak með Bandaríkjunum. Tony Blair biðst afsökunar á afdrifaríkum og sársaukafullum mistökum, en segir allt hafa verið gert í góðri trú. 7. júlí 2016 07:00
Blair til Bush: „Ég er með þér sama hvað“ Rannsóknarnefnd segir stjórnendur Breta hafa hundsað aðvaranir og verið óundirbúna fyrir seinna Íraksstríðið. 6. júlí 2016 11:15