Innlent

Múslimar fagna Eid al-Fitr

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Abdalah-fjölskyldan var prúðbúin í veislu þegar hún fagnaði því að föstumánuðinum ramadan er lokið.
Abdalah-fjölskyldan var prúðbúin í veislu þegar hún fagnaði því að föstumánuðinum ramadan er lokið. vísir/anton brink
Ramadan er lokið, föstumánuði múslima. Á ramadan sýna múslimar Allah undirgefni sína með því að fasta í einn mánuð. Þá tíðkast einnig að huga að þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Eid al-Fitr er síðasti dagur Ramadan. Þá eru oft mikil hátíðarhöld, átveislur og bænahald. Auk þess sem venja er að gefa gjafir á þessum degi. Það er misjafnt í heiminum hvenær og hvernig hátíðin er haldin en Félag Múslima gladdist saman á miðvikudag. Þangað mætti Abdalah-fjölskyldan prúðbúin í veislu ásamt fjölda annarra múslima.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×