Segir sumarhúsaeigendur hunsaða Sæunn Gísladóttir skrifar 8. júlí 2016 06:00 Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda segir sumarhús ekki vera fjárfestingu. vísir/pjétur Landssamband sumarhúsaeigenda skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir frístundahús ekkert annað en framlengingu af heimili fólks. Hann segist enga áheyrn fá frá stjórnvöldum um tillögur sambandsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tuttugu prósent tekjuskattur er lagður á söluhagnað sumarhúsa í dag. Sveinn segir að dæmi séu um að fólk sem sé komið á ellilífeyri geti lent í því að fá ekki ellilífeyrinn þegar það selur sumarhúsin sín. „Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í því að fá stjórnvöld til að skilja þá stöðu sem fólk er í. Frístundahús er ekki fjárfesting, heldur annað heimili. Ef þú kaupir húsnæði í bænum þar sem þú ert með lögheimili þá þarftu ekki að borga hagnað af því ef þú ert búinn að eiga það í tvö ár og selur það. Okkur finnst að sama ætti að gilda um sumarhúsin,“ segir Sveinn.Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Mynd/Sveinn GuðmundssonSveinn bendir á að á eignarhaldstíma, sem getur spannað áratugi, hafi farið fram margvíslegar endurbætur og viðbætur sem geta náð verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð sumarhúss. Erfitt sé þó að halda bókhald af húsi sem búið er að eiga í áratugi, því taki söluhagnaður oft ekki mið af þeirri fjárhæð sem búið er að setja í húsið. Sveinn segir sambandið hafa ítrekað gert tilraunir til áheyrnar stjórnvalda, en enginn fjármálaráðherra hafi haft áhuga á því að liðsinna fólki og sýna þessu skilning. „Það er enginn vilji til að taka okkur í viðtal, við höfum beðið um fund með fjármálaráðherra varðandi erindi sem við sendum á sínum tíma.“ Sveinn segir að fólk geti farið ýmsar krókaleiðir til að forðast skattinn. „Það getur framselt frístundahúsin til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi, en börnin þurfa að greiða tíu prósent skatt af því. Fólk á ekki að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir. Það verður líka alltaf einhver kostnaður af þeim,“ segir Sveinn Guðmundsson. Aðalbjörg GuðgeirsdóttirBæturnar skerðast um tíu þúsund á mánuði Dæmi eru um að ellilífeyrir og örorkubætur skerðist um tugi þúsunda vegna sölu einstaklinga á sumarhúsum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, sem er öryrki, seldi fyrir ári sumarbústað sem hún hafði átt í tuttugu ár og skerðast bætur hennar um tíu þúsund krónur á mánuði vegna þess. „Ég taldi að það gilti það sama um sumarhús og íbúðarhús, að ég þyrfti ekki að borga skatt af því. En svo fékk ég reikning frá Tryggingastofnun upp á 377 þúsund krónur,“ segir Aðalbjörg. Hún útskýrir að eitthvað af reikningnum hafi verið út af því að hún hefði bætt við sig vinnu en 204 þúsund krónur hafi verið út af sölu sumarbústaðarins. „Tryggingastofnun leyfði mér að dreifa þessu á þrjátíu og sex mánuði, hún tekur tíu þúsund krónur af bótunum mínum yfir þann tíma og svo fara tuttugu þúsund krónur í skatt í hverjum mánuði út af þessum litla söluhagnaði. Þetta eru þrjátíu þúsund krónur á mánuði sem mann munar verulega um,“ segir Aðalbjörg.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Landssamband sumarhúsaeigenda skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir frístundahús ekkert annað en framlengingu af heimili fólks. Hann segist enga áheyrn fá frá stjórnvöldum um tillögur sambandsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tuttugu prósent tekjuskattur er lagður á söluhagnað sumarhúsa í dag. Sveinn segir að dæmi séu um að fólk sem sé komið á ellilífeyri geti lent í því að fá ekki ellilífeyrinn þegar það selur sumarhúsin sín. „Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í því að fá stjórnvöld til að skilja þá stöðu sem fólk er í. Frístundahús er ekki fjárfesting, heldur annað heimili. Ef þú kaupir húsnæði í bænum þar sem þú ert með lögheimili þá þarftu ekki að borga hagnað af því ef þú ert búinn að eiga það í tvö ár og selur það. Okkur finnst að sama ætti að gilda um sumarhúsin,“ segir Sveinn.Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Mynd/Sveinn GuðmundssonSveinn bendir á að á eignarhaldstíma, sem getur spannað áratugi, hafi farið fram margvíslegar endurbætur og viðbætur sem geta náð verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð sumarhúss. Erfitt sé þó að halda bókhald af húsi sem búið er að eiga í áratugi, því taki söluhagnaður oft ekki mið af þeirri fjárhæð sem búið er að setja í húsið. Sveinn segir sambandið hafa ítrekað gert tilraunir til áheyrnar stjórnvalda, en enginn fjármálaráðherra hafi haft áhuga á því að liðsinna fólki og sýna þessu skilning. „Það er enginn vilji til að taka okkur í viðtal, við höfum beðið um fund með fjármálaráðherra varðandi erindi sem við sendum á sínum tíma.“ Sveinn segir að fólk geti farið ýmsar krókaleiðir til að forðast skattinn. „Það getur framselt frístundahúsin til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi, en börnin þurfa að greiða tíu prósent skatt af því. Fólk á ekki að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir. Það verður líka alltaf einhver kostnaður af þeim,“ segir Sveinn Guðmundsson. Aðalbjörg GuðgeirsdóttirBæturnar skerðast um tíu þúsund á mánuði Dæmi eru um að ellilífeyrir og örorkubætur skerðist um tugi þúsunda vegna sölu einstaklinga á sumarhúsum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, sem er öryrki, seldi fyrir ári sumarbústað sem hún hafði átt í tuttugu ár og skerðast bætur hennar um tíu þúsund krónur á mánuði vegna þess. „Ég taldi að það gilti það sama um sumarhús og íbúðarhús, að ég þyrfti ekki að borga skatt af því. En svo fékk ég reikning frá Tryggingastofnun upp á 377 þúsund krónur,“ segir Aðalbjörg. Hún útskýrir að eitthvað af reikningnum hafi verið út af því að hún hefði bætt við sig vinnu en 204 þúsund krónur hafi verið út af sölu sumarbústaðarins. „Tryggingastofnun leyfði mér að dreifa þessu á þrjátíu og sex mánuði, hún tekur tíu þúsund krónur af bótunum mínum yfir þann tíma og svo fara tuttugu þúsund krónur í skatt í hverjum mánuði út af þessum litla söluhagnaði. Þetta eru þrjátíu þúsund krónur á mánuði sem mann munar verulega um,“ segir Aðalbjörg.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“