Innlent

Alvarlegt umferðarslys við Mjódd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjanesbraut er lokuð til norðurs vegna slyssins.
Reykjanesbraut er lokuð til norðurs vegna slyssins. Vísir/Pjetur
Umferðarslys varð við Mjódd í Reykjavík skömmu fyrir ellefu í dag. Tveir hafa verið fluttir slasaðir á sjúkrahús, þar af einn alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Slysið atvikaðist þannig að starfsmaður á dráttarbíl var að fjarlægja kyrrstæðan bíl á veginum þegar öðrum bíl var ekið aftan á bílinn.

Reykjanesbraut var lokuð í tvo tíma á meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×