Formaður hundaræktarfélagsins: Ofnæmi á ekki að takmarka rétt gæludýraeigenda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2016 18:45 Mikilvægt er að gæludýraeigendur fái leyfi til að ferðast með dýrin sín í strætó. Þetta segir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Allir borgara eigi jafnan rétt á að nýta sér strætó sem samgöngutæki þar sem þeir séu reknir fyrir almannafé. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna. Slíkt er ekki leyfilegt í dag en hugsanlega verður farið af stað með tilraunaverkefni í haust. Hundaeigendur fagna þessu. „Þetta er mikilvægt enda er þetta eðlilegur þáttur af mannlífinu og það er eðlilegt að mega taka gæludýrið sitt með sér,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst gegn því að dýrunum verði hleypt í strætisvagna enda telja þau slíkt vera hættulegt fyrir þá sem eru með ofnæmi. Hér á landi er áætlað að allt að 8% ungs fólks séu með hundaofnæmi og 12% kattaofnæmi. Stjórn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna hefur fundað og ályktað um málið.Sjá einnig:Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi „Við lögðust gegn því vegna þess að það er fræðilegur möguleiki á því að fá slæmt astmakast ef maður er með gæludýraofnæmi. Slæmt ofnæmi sem getur jafnvel verið hættulegt,“ segir Unnur Steina Björnsdóttir formaður Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna. Unnur Steina segir að ofnæminu fylgi oft astmi sem geti verið lífshættulegur. Það sé hins vegar sjaldgæft að fólk deyi úr ofnæmisastma þó það hafi gerst. „Óþægindin eru mjög mikil og þetta getur leitt til þess að barn eða fullorðinn sé frá vinnu eða skóla í einhvern tíma eftir að hafa komist í tæri við gæludýr,“ segir Unnur Steina. „Þessir aðilar vissulega búa við sína fötlun, það er að segja ofnæmi, við höfum einfaldlega bara ekki fengið fram þau rök að þeirra ofnæmi eigi að verða til þess að það þurfi að takmarka og banna fólki og ferðast um í strætisvögnum með gæludýrin sín enda eru ofnæmisvakarnir alls staðar. Þeir hópar sem glíma við þessa erfiðleika verða einfaldlega að bregðast við þeim með öðrum hætti,“ segir Herdís. Herdís segir mikilvægt að hafa í huga að kannanir sýni að gæludýr séu á fjörutíu prósent heimila landsins og því um stóran hóp að ræða. „Ein stærstu rökin líka eru að strætisvagnar Reykjavíkur eru reknir fyrir almannafé, að stærstum hluta, það þýðir að allir borgarar hvort sem þeir eru gæludýraeigendur eða ekki eiga jafnan rétt á að nýta strætó sem samgöngutæki,“ segir Herdís. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Mikilvægt er að gæludýraeigendur fái leyfi til að ferðast með dýrin sín í strætó. Þetta segir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Allir borgara eigi jafnan rétt á að nýta sér strætó sem samgöngutæki þar sem þeir séu reknir fyrir almannafé. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna. Slíkt er ekki leyfilegt í dag en hugsanlega verður farið af stað með tilraunaverkefni í haust. Hundaeigendur fagna þessu. „Þetta er mikilvægt enda er þetta eðlilegur þáttur af mannlífinu og það er eðlilegt að mega taka gæludýrið sitt með sér,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst gegn því að dýrunum verði hleypt í strætisvagna enda telja þau slíkt vera hættulegt fyrir þá sem eru með ofnæmi. Hér á landi er áætlað að allt að 8% ungs fólks séu með hundaofnæmi og 12% kattaofnæmi. Stjórn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna hefur fundað og ályktað um málið.Sjá einnig:Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi „Við lögðust gegn því vegna þess að það er fræðilegur möguleiki á því að fá slæmt astmakast ef maður er með gæludýraofnæmi. Slæmt ofnæmi sem getur jafnvel verið hættulegt,“ segir Unnur Steina Björnsdóttir formaður Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna. Unnur Steina segir að ofnæminu fylgi oft astmi sem geti verið lífshættulegur. Það sé hins vegar sjaldgæft að fólk deyi úr ofnæmisastma þó það hafi gerst. „Óþægindin eru mjög mikil og þetta getur leitt til þess að barn eða fullorðinn sé frá vinnu eða skóla í einhvern tíma eftir að hafa komist í tæri við gæludýr,“ segir Unnur Steina. „Þessir aðilar vissulega búa við sína fötlun, það er að segja ofnæmi, við höfum einfaldlega bara ekki fengið fram þau rök að þeirra ofnæmi eigi að verða til þess að það þurfi að takmarka og banna fólki og ferðast um í strætisvögnum með gæludýrin sín enda eru ofnæmisvakarnir alls staðar. Þeir hópar sem glíma við þessa erfiðleika verða einfaldlega að bregðast við þeim með öðrum hætti,“ segir Herdís. Herdís segir mikilvægt að hafa í huga að kannanir sýni að gæludýr séu á fjörutíu prósent heimila landsins og því um stóran hóp að ræða. „Ein stærstu rökin líka eru að strætisvagnar Reykjavíkur eru reknir fyrir almannafé, að stærstum hluta, það þýðir að allir borgarar hvort sem þeir eru gæludýraeigendur eða ekki eiga jafnan rétt á að nýta strætó sem samgöngutæki,“ segir Herdís.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira