Innlent

Erlendum ferðamanni bjargað af Ófeigsfjarðarheiði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veður er vont á Ófeigsfjarðarheiði.
Veður er vont á Ófeigsfjarðarheiði. Vísir
Erlendum ferðamanni var bjargað af áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa lent í hrakningum á Ófeigsfjarðarheiði. Maðurinn gaf út neyðarboð en aðstæður á heiðinni voru mjög slæmar.

Rétt fyrir klukkan eitt í dag voru björgunarsveitir á Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi kallaðar út vegna boða sem komu frá neyðarsendi upp á Ófeigsfjarðarheiði við Hvalá auk þess sem að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Í fyrstu var ekki vitað hvort að um einstakling eða hóp var að ræða og því var nokkur viðbúnaður settur af stað. Rétt rúmlega hálf tvö fóru fyrstu bílar af stað en miklir vatnavextir eru í ám á þessu svæði og því eru þær varhugaverðar til yfirferðar sem og vegir slæmir. Veður var mjög slæmt, hvasst og rigning.

Rúmlega tvö voru björgunarsveitir úr Borgarfirði, Akranesi og Húnavatnssýslum einnig boðaðar út til að taka þátt í leitinni og svo bættust við sveitir af Snæfellsnesinu en í heildina voru kallaðar út sextán sveitir.

Rétt rúmlega þrjú náði þyrla Landhelgisgæslunnar að bjarga manninum sem er erlendur ferðamaður og var hann orðin blautur og kaldur en heill á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×