Lyfjafyrirtæki greiddu 139 milljónir til lækna og kínískra rannsókna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. júní 2016 19:00 Formaður Læknafélags Íslands segir ekkert athugavert við að heilbrigðisstarfsfólk þiggi þóknanir frá lyfjafyrirtækjum en á síðasta ári numu slíkar greiðslur 139 milljónum króna. Í dag birtu lyfjafyrirtæki öll samskipti sín við einstaklinga og stofnanir innnan heilbrigðisgeirans. Það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Gögnin voru birt í samræmi við nýjar siðareglur sem samþykktar voru á ársfundi Evrópusamtaka frumlyfjaframleiðenda og tóku gildi á síðasta ári. Í tilkynningu frá Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, kemur fram að alls hafi sextán lyfjafyrirtæki lagt til 139 milljónir króna í þóknanir og styrki til heilbrigðisstarfsfólks og stofnana innan heilbrigðisgeirans á árinu 2015. Þar af fóru 96 milljónir í verkefni tengd rannsóknum og þróun. Stærstan hluta upphæðarinnar megi rekja til verkefna sem tengjast klínískum lyfjarannsóknum. Aðrar greiðslur eru til að mynda kostnaður vegna ferða og skráningargjalda á ráðstefnur, auk þóknunar fyrir fræðslu, fyrirlestra og sérfræðiráðgjöf. Eins og sést í gögnunum geta þóknanir lyfjafyrirtækjanna verið allt frá nokrum tugum þúsunda upp í rúmlega eina milljón króna. En telur Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að það sé siðferðislega rétt að læknar þiggi þóknanir frá lyfjafyrirtækjum? „Ég held að þetta sem að birtist í dag á heimasíðu Frumtaka sýni að þetta er á algjörlega eðlilegum grundvelli. Þetta eru engar óhóflegar upphæðir sem renna til lækna eða annara heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við ferðir, sérfræðiráðgjöf, fyrirlestrahald eða slíkt,“ segir hann. Þorbjörn segir að samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna hafi tíðkast í gegnum tíðina jafnt hér og erlendis. Það hafi skilað sér í bættri heilbrigðisþjónustu og símenntun starfsfólks. Hann telur mjög jákvætt að samskipti og nákvæmar upphæðir liggi nú fyrir og séu aðgengilegar almenningi á netinu. Aðspurður um hvort fylgst sé sérstaklega með því hvort læknar ávísi frekar lyfjum frá lyfjafyrirtækum sem þeir hafa fengið þóknanir frá en öðrum segir hann svo ekki vera. „Mér er ekki kunnugt um það. En ég stórefa að þessar upphæðir séu af þeirri upphæð að þær rugli dómgreind lækna. Ég held að maður geti nú bara séð það með því að skoða þessar upplýsingar.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands segir ekkert athugavert við að heilbrigðisstarfsfólk þiggi þóknanir frá lyfjafyrirtækjum en á síðasta ári numu slíkar greiðslur 139 milljónum króna. Í dag birtu lyfjafyrirtæki öll samskipti sín við einstaklinga og stofnanir innnan heilbrigðisgeirans. Það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Gögnin voru birt í samræmi við nýjar siðareglur sem samþykktar voru á ársfundi Evrópusamtaka frumlyfjaframleiðenda og tóku gildi á síðasta ári. Í tilkynningu frá Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, kemur fram að alls hafi sextán lyfjafyrirtæki lagt til 139 milljónir króna í þóknanir og styrki til heilbrigðisstarfsfólks og stofnana innan heilbrigðisgeirans á árinu 2015. Þar af fóru 96 milljónir í verkefni tengd rannsóknum og þróun. Stærstan hluta upphæðarinnar megi rekja til verkefna sem tengjast klínískum lyfjarannsóknum. Aðrar greiðslur eru til að mynda kostnaður vegna ferða og skráningargjalda á ráðstefnur, auk þóknunar fyrir fræðslu, fyrirlestra og sérfræðiráðgjöf. Eins og sést í gögnunum geta þóknanir lyfjafyrirtækjanna verið allt frá nokrum tugum þúsunda upp í rúmlega eina milljón króna. En telur Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að það sé siðferðislega rétt að læknar þiggi þóknanir frá lyfjafyrirtækjum? „Ég held að þetta sem að birtist í dag á heimasíðu Frumtaka sýni að þetta er á algjörlega eðlilegum grundvelli. Þetta eru engar óhóflegar upphæðir sem renna til lækna eða annara heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við ferðir, sérfræðiráðgjöf, fyrirlestrahald eða slíkt,“ segir hann. Þorbjörn segir að samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna hafi tíðkast í gegnum tíðina jafnt hér og erlendis. Það hafi skilað sér í bættri heilbrigðisþjónustu og símenntun starfsfólks. Hann telur mjög jákvætt að samskipti og nákvæmar upphæðir liggi nú fyrir og séu aðgengilegar almenningi á netinu. Aðspurður um hvort fylgst sé sérstaklega með því hvort læknar ávísi frekar lyfjum frá lyfjafyrirtækum sem þeir hafa fengið þóknanir frá en öðrum segir hann svo ekki vera. „Mér er ekki kunnugt um það. En ég stórefa að þessar upphæðir séu af þeirri upphæð að þær rugli dómgreind lækna. Ég held að maður geti nú bara séð það með því að skoða þessar upplýsingar.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira