Innlent

Banaslys á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Ökumaður vöruflutningabifreiðar með eftirvagn sem fór út af Suðurlandsvegi í hádeginu í dag var úrskurðaður látinn á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en bifreiðin valt skammt frá afleggjaranum að Reynishverfi, vestan Víkur í Mýrdal. Ökumaðurinn var einn í bílnum en tildrög slyssins eru óljós en lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins.

Ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.

Búið er að opna Suðurlandsveg en tafir geta orðið við slysstað. Lögregla þakkar vegfarendum þolinmæði og tillitssemi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×