Slys sem hefði mátt koma í veg fyrir Marie Legatelois skrifar 22. júní 2016 07:00 Opinbert svar við greininni Friðlýsing Látrabjargs í uppnámi Hvers vegna fór skipulagsferlið svona illa? Vegna hrópandi skorts á skynsamlegum stjórnunaraðferðum. Yfirvöldin fengu viðvaranir en geðþóttaákvarðanir virðast vera normið á Íslandi. Ég beini því orðum mínum til almennings. Sveitarstjórnin í Patreksfirði vann með Umhverfisstofnun að skipulagi Látrabjargs. Þau höfðu öll tæki sem þurfti til stjórna ferlinu vel: leiðarvísa um góða starfshætti í skipulagningu og samskiptum við hagsmunaaðila; ótal rannsóknir á stjórnun náttúruminja; mýmörg dæmi um vandamál þegar starfshættir eru ekki góðir; heila deild innan Háskólaseturs Vestfjarða sérhæfða í stjórnun haf- og strandsvæða; öflug tæki til að meta áhrif ferðamanna á viðkvæm svæði sem voru þróuð af Ólafsdóttur og Runnström; og meistararitgerð mína sem benti á marga galla í ferlinu og hvernig væri hægt að bæta úr þeim. En ekkert af þessu virðist hafa verið notað. Í fyrsta lagi vantaði meiri upplýsingar til að verndaráætlun gæti gagnast svæðinu og hagsmunaaðilum. Næstum engin gögn eru til um plöntulíf, skordýr, spendýr og sumar fuglategundir á svæðinu. Því vantar mikið upp á að hægt sé að vita hvað og hvar þarf að vernda. Þá vantar alveg rannsóknir á ferðamönnum sem koma á svæðið. Til hvers koma þeir, hvaða aðbúnað vilja þeir hafa, hvernig eyða þeir peningum, o.s.frv.? Þessu þarf að svara til að gera haldgóða áætlun. Þetta leiddi til annars galla, skorts á raunverulegri þátttöku allra hagsmunaaðila. Reyndar hefði þurft að fara í sérstaka hagsmunaaðilagreiningu til að meta hverjir hafa hagsmuna að gæta. Þótt hún hafi ekki verið gerð var ekkert samráð haft við augljósa hagsmunaaðila eins og ferðamenn, leiðsögumenn, ferðamannafyrirtæki, veiðimenn og umhverfisverndarhópa. Samráðið ætti líka að vera mun nánara; fulltrúi hvers hóps ætti að vera viðstaddur hvert einasta skref í ferlinu. Fulltrúarnir ættu að vera kjörnir á lýðræðislegan hátt, en ekki valdir eftir hentugleik yfirvalda. Enn fremur er nauðsynlegt að hafa hlutlausan millilið sem dregur úr spennu og miðlar málum milli aðila. Þetta seinkar vissulega ferlinu, en sparar tíma og kostnað vegna mistaka og ósættis.Engin greining Þátttökuna vantaði og landeigendurnir voru virtir að vettugi, sem leiddi til vantrausts og fékk suma til að hafna friðuninni. Mótstaða við friðun skýrist sennilega að hluta á skorti á skilningi á því hvað friðunin þýðir og hvaða gerðir eru til af friðun (það voru engar umræður með hagsmunaaðilum um hvaða gerð friðunar þeir vildu). Yfirvöld hefðu átt að útskýra þessa hluti, en þau vissu það ekki einu sinni sjálf, því engin greining var gerð á því hvaða áhrif friðun á Látrabjarg myndi hafa! Þetta leiðir til spurningar sem ég tel vera síðasta alvarlega gallann; Hvers vegna var deiliskipulagið gert á undan verndar-og stjórnunaráætluninni; og þar með nákvæmri umhverfis-, hagfræði-og félagsgreiningu? Í rökréttri stjórnunarhugsun byggir deiliskipulagið á minnstu smáatriðum þessarar greiningarvinnu. Hvaða gerð af ferðamennsku á að stunda; fjöldaferðamennsku, vistvæna ferðamennsku, eða á að rukka aðgangseyri? Hvernig á að fjármagna deiliskipulagið? Hvar eru viðkvæmar tegundir eða vistkerfi? Hvaða áhrif munu ákvarðanir hafa á hagsmunaaðila? Hvar á að byggja innviði og af hvaða gerð, til að lágmarka umhverfisáhrif? Hvernig er hægt að bæta efnahag svæðisins? Smávægilegt umhverfismat var gert á áhrifum þess að færa veg, en þar var bjartsýni ríkjandi og varúðarreglu ekki beitt. Þar sem deiliskipulagið var gert af arkitektastofu kemur lítið á óvart að þar sé ekkert talað um efnisval, hönnun og hvaða tegundir af innviðum henta best m.t.t. umhverfis og ferðamanna. Hvar var varúðarreglan, sjáfbærnihugsunin og aðlögunin að landslaginu? Loks voru svör þeirra við athugasemdum mínum og annarra vægast sagt vonbrigði (sérstaklega landeigendanna), ef þeim var yfirleitt svarað. Svörin voru oftar á þá leið að „við ákváðum þetta“ heldur en að færa rök fyrir niðurstöðunni. Þeir virðast ekki hafa haft í hyggju að breyta áætlunum sínum eða að bæta samskipti við hagsmunaaðila.Interactions and Management of the Stakeholders-Tourists-Trails-Environment system at Látrabjarg Cliffs (Iceland) : A comparative study with Moher Cliffs (Ireland).DeiliskipulagSpurt og svarað á landeigendafundi vegna friðlýsingar LátrabjargsLátrabjarg deiliskipulag athugasemdir og svörFriðlýsing Látrabjargs i uppnámiSérstakar þakkir til eiginmanns míns sem styður mig og hjálpaði mér við að skrifa greinina. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Opinbert svar við greininni Friðlýsing Látrabjargs í uppnámi Hvers vegna fór skipulagsferlið svona illa? Vegna hrópandi skorts á skynsamlegum stjórnunaraðferðum. Yfirvöldin fengu viðvaranir en geðþóttaákvarðanir virðast vera normið á Íslandi. Ég beini því orðum mínum til almennings. Sveitarstjórnin í Patreksfirði vann með Umhverfisstofnun að skipulagi Látrabjargs. Þau höfðu öll tæki sem þurfti til stjórna ferlinu vel: leiðarvísa um góða starfshætti í skipulagningu og samskiptum við hagsmunaaðila; ótal rannsóknir á stjórnun náttúruminja; mýmörg dæmi um vandamál þegar starfshættir eru ekki góðir; heila deild innan Háskólaseturs Vestfjarða sérhæfða í stjórnun haf- og strandsvæða; öflug tæki til að meta áhrif ferðamanna á viðkvæm svæði sem voru þróuð af Ólafsdóttur og Runnström; og meistararitgerð mína sem benti á marga galla í ferlinu og hvernig væri hægt að bæta úr þeim. En ekkert af þessu virðist hafa verið notað. Í fyrsta lagi vantaði meiri upplýsingar til að verndaráætlun gæti gagnast svæðinu og hagsmunaaðilum. Næstum engin gögn eru til um plöntulíf, skordýr, spendýr og sumar fuglategundir á svæðinu. Því vantar mikið upp á að hægt sé að vita hvað og hvar þarf að vernda. Þá vantar alveg rannsóknir á ferðamönnum sem koma á svæðið. Til hvers koma þeir, hvaða aðbúnað vilja þeir hafa, hvernig eyða þeir peningum, o.s.frv.? Þessu þarf að svara til að gera haldgóða áætlun. Þetta leiddi til annars galla, skorts á raunverulegri þátttöku allra hagsmunaaðila. Reyndar hefði þurft að fara í sérstaka hagsmunaaðilagreiningu til að meta hverjir hafa hagsmuna að gæta. Þótt hún hafi ekki verið gerð var ekkert samráð haft við augljósa hagsmunaaðila eins og ferðamenn, leiðsögumenn, ferðamannafyrirtæki, veiðimenn og umhverfisverndarhópa. Samráðið ætti líka að vera mun nánara; fulltrúi hvers hóps ætti að vera viðstaddur hvert einasta skref í ferlinu. Fulltrúarnir ættu að vera kjörnir á lýðræðislegan hátt, en ekki valdir eftir hentugleik yfirvalda. Enn fremur er nauðsynlegt að hafa hlutlausan millilið sem dregur úr spennu og miðlar málum milli aðila. Þetta seinkar vissulega ferlinu, en sparar tíma og kostnað vegna mistaka og ósættis.Engin greining Þátttökuna vantaði og landeigendurnir voru virtir að vettugi, sem leiddi til vantrausts og fékk suma til að hafna friðuninni. Mótstaða við friðun skýrist sennilega að hluta á skorti á skilningi á því hvað friðunin þýðir og hvaða gerðir eru til af friðun (það voru engar umræður með hagsmunaaðilum um hvaða gerð friðunar þeir vildu). Yfirvöld hefðu átt að útskýra þessa hluti, en þau vissu það ekki einu sinni sjálf, því engin greining var gerð á því hvaða áhrif friðun á Látrabjarg myndi hafa! Þetta leiðir til spurningar sem ég tel vera síðasta alvarlega gallann; Hvers vegna var deiliskipulagið gert á undan verndar-og stjórnunaráætluninni; og þar með nákvæmri umhverfis-, hagfræði-og félagsgreiningu? Í rökréttri stjórnunarhugsun byggir deiliskipulagið á minnstu smáatriðum þessarar greiningarvinnu. Hvaða gerð af ferðamennsku á að stunda; fjöldaferðamennsku, vistvæna ferðamennsku, eða á að rukka aðgangseyri? Hvernig á að fjármagna deiliskipulagið? Hvar eru viðkvæmar tegundir eða vistkerfi? Hvaða áhrif munu ákvarðanir hafa á hagsmunaaðila? Hvar á að byggja innviði og af hvaða gerð, til að lágmarka umhverfisáhrif? Hvernig er hægt að bæta efnahag svæðisins? Smávægilegt umhverfismat var gert á áhrifum þess að færa veg, en þar var bjartsýni ríkjandi og varúðarreglu ekki beitt. Þar sem deiliskipulagið var gert af arkitektastofu kemur lítið á óvart að þar sé ekkert talað um efnisval, hönnun og hvaða tegundir af innviðum henta best m.t.t. umhverfis og ferðamanna. Hvar var varúðarreglan, sjáfbærnihugsunin og aðlögunin að landslaginu? Loks voru svör þeirra við athugasemdum mínum og annarra vægast sagt vonbrigði (sérstaklega landeigendanna), ef þeim var yfirleitt svarað. Svörin voru oftar á þá leið að „við ákváðum þetta“ heldur en að færa rök fyrir niðurstöðunni. Þeir virðast ekki hafa haft í hyggju að breyta áætlunum sínum eða að bæta samskipti við hagsmunaaðila.Interactions and Management of the Stakeholders-Tourists-Trails-Environment system at Látrabjarg Cliffs (Iceland) : A comparative study with Moher Cliffs (Ireland).DeiliskipulagSpurt og svarað á landeigendafundi vegna friðlýsingar LátrabjargsLátrabjarg deiliskipulag athugasemdir og svörFriðlýsing Látrabjargs i uppnámiSérstakar þakkir til eiginmanns míns sem styður mig og hjálpaði mér við að skrifa greinina. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun