Sá sem hefur splundrað meirihlutanum tvisvar í Langanesbyggð axlar ábyrgð á leiðindum Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 15:40 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Það mátti greina atgeirasöng á á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórshöfn í gærkvöldi. Oddviti sveitarstjórnarinnar, Reynir Atli Jónsson, óskaði eftir leyfi frá störfum oddvita og sveitarstjórnarmanns og sagðist um leið axla sína ábyrgð á því leiðindarástandi sem hefur ríkt innan sveitarstjórnarinnar síðastliðin tvö ár. Þá lýsti minnihlutinn í sveitarstjórn yfir vantrausti á sveitarstjórann Elías Pétursson og lagði til að hann yrði látinn hætta störfum strax. Sveitarfélagið Langanesbyggð varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps árið 2006, Þórshafnar og Bakkafjarðar, en samkvæmt tölum Hagstofunnar búa þar núna 505 manns en íbúum hefur fækkað miðað við þær tölur um tuttugu frá árinu 2013. Leiðindin skemma samheldni Sveitarstjórnin samþykkti ósk Reynis Atla um lausn frá störfum en Reynir lagði fram bókun þar sem hann sagði leiðindaástand hafa ríkt innan sveitarstjórnarinnar síðastliðin tvö ár sem hamlar starfi hennar og virkni. Hann sagði þessi leiðindi einnig skemma samheldni þá sem nauðsynleg er litlum stöðum eins og Þórshöfn og Bakkafirði. Sagði hann mikil og flókin verkefni fram undan og telur hann gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnarfólk í Langanesbyggð starfi saman að heilindum fyrir sveitarfélagi. „Ég skal glaður axla mína ábyrgð í þeim leiðindum og bið þau hér með afsökunar sem ég kann að hafa sært. Þó hefur aldrei annað fyrir mér vakað, þrátt fyrir dylgjur um annað, en að fylgja minni sannfæringu hverju sinni og að hafa hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Eini húsbóndi sveitarstjórnafólks er samviskan og henni ber að fylgja. Hvet þau sem hér sitja til sátta og að láta velferð sveitarfélagsins leiða störf ykkar,“ segir í bókun Reynis Atla. Tvisvar splundrað meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu Vægast sagt hefur sveitarstjórnarstarfið í Langanesbyggð verið stormasamt þetta kjörtímabil. Í febrúar í fyrra klauf Reynir Atli sig úr meirihluta L og N-lista og gerði samkomulag við U-lista um nýjan. Í desember í fyrra lýsti hann því yfir að meirihlutasamstarfinu við U-lista væri sjálfhætt vegna viljayfirlýsingar þáverandi oddvita Langanesbyggðar, Siggeirs Stefánssonar, um stórskipahöfn í Finnafirði. Fór svo að Reynir myndaði aftur meirihluta með L og N-lista en er nú kominn í leyfi frá störfum. Lýstu yfir vantrausti á sveitarstjórann Á fundinum í gærkvöldi lagði U-listinn fram bókun þar sem hann lýsti yfir vantrausti á Elías Pétursson sveitarstjóra og lagði til Elías yrði látinn hætta störfum strax. Var það mat U-listans að Elías hefði lagt fyrir sveitarstjórn kostnaðarsamar framkvæmdir sem ekki eru á fjárhagsáætlun og ætlast til að sveitarstjórn samþykki án þess að fyrir liggi viðaukar og þær upplýsingar sem sveitarstjórnarlög krefjast. „Það er mat U-listans að framkvæmdastjórn sveitarfélagsins sé stórlega ábótavant og það traust sem þarf að ríkja milli sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, sé ekki fyrir hendi. U-listinn hefur bæði unnið í meirihluta og minnihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar með Elías sem framkvæmdastjóra, og miðað við þá reynslu mun U-listinn ekki geta samþykkt að fela honum þau verkefni sem slíku starfi fylgir. Þetta er meðal annars ástæða þess að U -listinn hefur setið hjá við afgreiðslu mála. Við lýsum yfir vantrausti á sveitarstjórann og leggjum til að hann verði látinn hætta störfum strax,“ segir í bókun U-listans. Neituðu að taka málið til atkvæðagreiðslu Varaoddviti Langanesbyggðar, Hulda Kristín Baldursdóttir, lagði fram bókun þar sem því var hafnað að bókun U-listans yrði tekin til atkvæðagreiðslu. Lýsti meirihlutinn yfir fullu trausti með störf Elíasar Péturssonar og treystir því að hann vinni af heilindum fyrir sveitarfélagið. Sjá fundargerð sveitarstjórnarinnar hér. Tengdar fréttir Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Það mátti greina atgeirasöng á á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórshöfn í gærkvöldi. Oddviti sveitarstjórnarinnar, Reynir Atli Jónsson, óskaði eftir leyfi frá störfum oddvita og sveitarstjórnarmanns og sagðist um leið axla sína ábyrgð á því leiðindarástandi sem hefur ríkt innan sveitarstjórnarinnar síðastliðin tvö ár. Þá lýsti minnihlutinn í sveitarstjórn yfir vantrausti á sveitarstjórann Elías Pétursson og lagði til að hann yrði látinn hætta störfum strax. Sveitarfélagið Langanesbyggð varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps árið 2006, Þórshafnar og Bakkafjarðar, en samkvæmt tölum Hagstofunnar búa þar núna 505 manns en íbúum hefur fækkað miðað við þær tölur um tuttugu frá árinu 2013. Leiðindin skemma samheldni Sveitarstjórnin samþykkti ósk Reynis Atla um lausn frá störfum en Reynir lagði fram bókun þar sem hann sagði leiðindaástand hafa ríkt innan sveitarstjórnarinnar síðastliðin tvö ár sem hamlar starfi hennar og virkni. Hann sagði þessi leiðindi einnig skemma samheldni þá sem nauðsynleg er litlum stöðum eins og Þórshöfn og Bakkafirði. Sagði hann mikil og flókin verkefni fram undan og telur hann gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnarfólk í Langanesbyggð starfi saman að heilindum fyrir sveitarfélagi. „Ég skal glaður axla mína ábyrgð í þeim leiðindum og bið þau hér með afsökunar sem ég kann að hafa sært. Þó hefur aldrei annað fyrir mér vakað, þrátt fyrir dylgjur um annað, en að fylgja minni sannfæringu hverju sinni og að hafa hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Eini húsbóndi sveitarstjórnafólks er samviskan og henni ber að fylgja. Hvet þau sem hér sitja til sátta og að láta velferð sveitarfélagsins leiða störf ykkar,“ segir í bókun Reynis Atla. Tvisvar splundrað meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu Vægast sagt hefur sveitarstjórnarstarfið í Langanesbyggð verið stormasamt þetta kjörtímabil. Í febrúar í fyrra klauf Reynir Atli sig úr meirihluta L og N-lista og gerði samkomulag við U-lista um nýjan. Í desember í fyrra lýsti hann því yfir að meirihlutasamstarfinu við U-lista væri sjálfhætt vegna viljayfirlýsingar þáverandi oddvita Langanesbyggðar, Siggeirs Stefánssonar, um stórskipahöfn í Finnafirði. Fór svo að Reynir myndaði aftur meirihluta með L og N-lista en er nú kominn í leyfi frá störfum. Lýstu yfir vantrausti á sveitarstjórann Á fundinum í gærkvöldi lagði U-listinn fram bókun þar sem hann lýsti yfir vantrausti á Elías Pétursson sveitarstjóra og lagði til Elías yrði látinn hætta störfum strax. Var það mat U-listans að Elías hefði lagt fyrir sveitarstjórn kostnaðarsamar framkvæmdir sem ekki eru á fjárhagsáætlun og ætlast til að sveitarstjórn samþykki án þess að fyrir liggi viðaukar og þær upplýsingar sem sveitarstjórnarlög krefjast. „Það er mat U-listans að framkvæmdastjórn sveitarfélagsins sé stórlega ábótavant og það traust sem þarf að ríkja milli sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, sé ekki fyrir hendi. U-listinn hefur bæði unnið í meirihluta og minnihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar með Elías sem framkvæmdastjóra, og miðað við þá reynslu mun U-listinn ekki geta samþykkt að fela honum þau verkefni sem slíku starfi fylgir. Þetta er meðal annars ástæða þess að U -listinn hefur setið hjá við afgreiðslu mála. Við lýsum yfir vantrausti á sveitarstjórann og leggjum til að hann verði látinn hætta störfum strax,“ segir í bókun U-listans. Neituðu að taka málið til atkvæðagreiðslu Varaoddviti Langanesbyggðar, Hulda Kristín Baldursdóttir, lagði fram bókun þar sem því var hafnað að bókun U-listans yrði tekin til atkvæðagreiðslu. Lýsti meirihlutinn yfir fullu trausti með störf Elíasar Péturssonar og treystir því að hann vinni af heilindum fyrir sveitarfélagið. Sjá fundargerð sveitarstjórnarinnar hér.
Tengdar fréttir Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. 17. desember 2015 07:00