Um fimmtán manns vísað frá Gistiskýlinu: „Líta á þetta sem heimili en þetta er neyðargistiskýli“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 13:20 Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins. Vísir/Anton Brink „Það er yfirfullt og þá verðum við að sortera dálítið inn og þá sorterum við þá sem eru í mestu þörfinni,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins fyrir utangarðsmenn við Lindargötu, en um fimmtán manns hefur verið vísað frá gistiskýlinu síðastliðinn sólarhring. Sveinn segir Gistiskýlið gert fyrir 25 manns í gistingu en í nótt gistu þar þrjátíu. „Eins og þetta hefur verið að undanförnum höfum við þurft að vísa frá allt upp í 7-8 manns á hverju kvöldi og húsið orðið fullt klukkan fjögur á daginn, þá erum menn búnir að skrá sig inn,“ segir Sveinn Allan sem segir að greina megi aukningu í ásókn í gistiskýlið síðastliðið ár.„Auðvitað eru menn spældir“ Verið sé að reyna að finna úrræði fyrir þennan hóp og mæta aukningunni og segir hann eina af leiðunum að sortera þá sem leita þangað eftir neyð. „Það er ekki um annað að ræða. Og auðvitað verða menn spældir og finnst þetta ósanngjarnt, af hverju ég en ekki hinir. Þetta er ekki óskastaða að vísa fólki frá en við verðum að mæta hlutunum. Sumir eru búnir að vera þarna svo árum og áratugum skiptir og líta á þetta sem heimili en þetta er neyðargistiskýli,“ segir Sveinn. Spurður hvort þeim sem var vísað frá eigi möguleika á einhverju öðru úrræði segir hann svo vera um flesta. „Flestir hafa einhverja möguleika, ekki fleiri neyðarskýli en þetta eru einstaklingar sem hafa einhver tengsl og eru oft tengdir en finna að þessu og finnst þetta ósanngjarnt og allt ómögulegt.“Gistiskýlið við Lindargötu.VísirSegir marga neita að fara í félagslegar íbúðir Hann segir erfitt að svara því á einhvern einfaldan hátt hvað valdi þessari aukningu. „Það er ekki mjög mikið framboð af íbúðum og sumir þessara einstaklinga vilja ekki fara í félagslegar íbúðir því þeir neita að borga og telja að þeir eigi að fá svona íbúðir þeim að kostnaðarlausu. Þetta hefur skapað auðvitað heilmikinn vanda og þetta er hluti af vandanum. Svo hefur fjölgað í þessum hópi sem leitar í gistiskýlið. Það er kannski ekki það sama og það sé mikil aukning. Þarna fá menn ókeypis mat og ókeypis gistingu og kannski eðlilegt að þeir sem eru í neyslu leiti þangað og líka kannski eðlilegt að aðrir sem eru ekki í mikilli neyslu en horfa á sig í einhverri þörf, og eru það eflaust, leiti líka en við verðum bara að sortera þetta.“„Festast í þessari stöðu“ Aðspurður svarar hann því játandi að þetta sé ekki óska staða hjá mönnum að leita í Gistiskýlið. „En samt eru einhverjir sem festast í þessari stöðu og þiggja ekki önnur úrræði. Við höfum verið að bjóða önnur úrræði þar sem menn þurfa að borga smá leigu en því hafna menn. Þetta er blanda af mönnum í erfiðleikum en þetta er líka spurning um það hvort þeir hafi vilja til að breyta einhverju.“„Gistiskýlið er ekki hjúkrunarheimili“ Af þeim sem var vísað frá eru einhverjir sem eiga við veikindi að stríða og óvinnufærir en Sveinn segir Gistiskýlið í mörgum tilfellum taka á móti fólki sem eigi alls ekki heima þar. „Gistiskýlið er ekki hjúkrunarheimili og við erum með fólk á aldrinum frá tvítugu og upp í hálf áttrætt og margir að glíma við bæði líkamleg og andleg veikindi sem Gistiskýlið er ekki sérhæft í að vinna með.“ Tengdar fréttir Auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlisins, segir engan utangarðsmann í borginni svelta. Þjónustan sé góð. Hins vegar þurfi að valdefla fólk, hvetja það til að taka ábyrgð á sér sjálft. Það gangi ekki að aðrir taki alla 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Það er yfirfullt og þá verðum við að sortera dálítið inn og þá sorterum við þá sem eru í mestu þörfinni,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins fyrir utangarðsmenn við Lindargötu, en um fimmtán manns hefur verið vísað frá gistiskýlinu síðastliðinn sólarhring. Sveinn segir Gistiskýlið gert fyrir 25 manns í gistingu en í nótt gistu þar þrjátíu. „Eins og þetta hefur verið að undanförnum höfum við þurft að vísa frá allt upp í 7-8 manns á hverju kvöldi og húsið orðið fullt klukkan fjögur á daginn, þá erum menn búnir að skrá sig inn,“ segir Sveinn Allan sem segir að greina megi aukningu í ásókn í gistiskýlið síðastliðið ár.„Auðvitað eru menn spældir“ Verið sé að reyna að finna úrræði fyrir þennan hóp og mæta aukningunni og segir hann eina af leiðunum að sortera þá sem leita þangað eftir neyð. „Það er ekki um annað að ræða. Og auðvitað verða menn spældir og finnst þetta ósanngjarnt, af hverju ég en ekki hinir. Þetta er ekki óskastaða að vísa fólki frá en við verðum að mæta hlutunum. Sumir eru búnir að vera þarna svo árum og áratugum skiptir og líta á þetta sem heimili en þetta er neyðargistiskýli,“ segir Sveinn. Spurður hvort þeim sem var vísað frá eigi möguleika á einhverju öðru úrræði segir hann svo vera um flesta. „Flestir hafa einhverja möguleika, ekki fleiri neyðarskýli en þetta eru einstaklingar sem hafa einhver tengsl og eru oft tengdir en finna að þessu og finnst þetta ósanngjarnt og allt ómögulegt.“Gistiskýlið við Lindargötu.VísirSegir marga neita að fara í félagslegar íbúðir Hann segir erfitt að svara því á einhvern einfaldan hátt hvað valdi þessari aukningu. „Það er ekki mjög mikið framboð af íbúðum og sumir þessara einstaklinga vilja ekki fara í félagslegar íbúðir því þeir neita að borga og telja að þeir eigi að fá svona íbúðir þeim að kostnaðarlausu. Þetta hefur skapað auðvitað heilmikinn vanda og þetta er hluti af vandanum. Svo hefur fjölgað í þessum hópi sem leitar í gistiskýlið. Það er kannski ekki það sama og það sé mikil aukning. Þarna fá menn ókeypis mat og ókeypis gistingu og kannski eðlilegt að þeir sem eru í neyslu leiti þangað og líka kannski eðlilegt að aðrir sem eru ekki í mikilli neyslu en horfa á sig í einhverri þörf, og eru það eflaust, leiti líka en við verðum bara að sortera þetta.“„Festast í þessari stöðu“ Aðspurður svarar hann því játandi að þetta sé ekki óska staða hjá mönnum að leita í Gistiskýlið. „En samt eru einhverjir sem festast í þessari stöðu og þiggja ekki önnur úrræði. Við höfum verið að bjóða önnur úrræði þar sem menn þurfa að borga smá leigu en því hafna menn. Þetta er blanda af mönnum í erfiðleikum en þetta er líka spurning um það hvort þeir hafi vilja til að breyta einhverju.“„Gistiskýlið er ekki hjúkrunarheimili“ Af þeim sem var vísað frá eru einhverjir sem eiga við veikindi að stríða og óvinnufærir en Sveinn segir Gistiskýlið í mörgum tilfellum taka á móti fólki sem eigi alls ekki heima þar. „Gistiskýlið er ekki hjúkrunarheimili og við erum með fólk á aldrinum frá tvítugu og upp í hálf áttrætt og margir að glíma við bæði líkamleg og andleg veikindi sem Gistiskýlið er ekki sérhæft í að vinna með.“
Tengdar fréttir Auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlisins, segir engan utangarðsmann í borginni svelta. Þjónustan sé góð. Hins vegar þurfi að valdefla fólk, hvetja það til að taka ábyrgð á sér sjálft. Það gangi ekki að aðrir taki alla 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlisins, segir engan utangarðsmann í borginni svelta. Þjónustan sé góð. Hins vegar þurfi að valdefla fólk, hvetja það til að taka ábyrgð á sér sjálft. Það gangi ekki að aðrir taki alla 15. apríl 2016 07:00