Innlent

Kaupa vín í verslunum á Spáni en vilja banna allt slíkt á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Brynjar segir barnslega gleði hafa skinið úr augum vinstri manna þegar þeir leituðu að hagstæðustu víntilboðunum á súpermarkaðinum.
Brynjar segir barnslega gleði hafa skinið úr augum vinstri manna þegar þeir leituðu að hagstæðustu víntilboðunum á súpermarkaðinum. visir/jakob
Brynjar Níelsson þingmaður segir vini sína marga hverja vita ekkert betra en kaupa vín í stórmörkuðum, þar sem þeir eru nú staddir á Spáni, en þeir megi ekki til þess vita að slíku sé til að dreifa heima á Íslandi.

Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson hefur verið ötull við að benda á það sem honum sýnist skinhelgi í fari þeirra sem eru forræðishyggjusinnaðir. Þessa brotalöm í persónugerð finnur Sjálfstæðismaðurinn Brynjar einkum og sérílagi í fari vinstri manna.

Hann er nú staddur úti á Spáni og sendir eftirfarandi skilaboð heim á Facebook-síðu sinni:

„Sit hér suður á Spáni með gömlum vinum úr Gaggó. Þessir vinir mínir eru til vinstri í tilverunni, mismikið þó. Kom mér því á óvart hvað þeim fannst gaman við vínrekkann í súpermarkaðnum í gær. Barnsleg gleði skein úr andlitum þeirra meðan þeir þvældust milli rekka í leit að hagstæðum kaupum. En enginn þeirra vildi fyrir sitt litla líf að leyfa súpermörkuðum heima að selja vín.“

Góður rómur er gerður að orðum Brynjars, en Gunnlaugur Jónsson frjálshyggjumaður leggur eftirfarandi í púkkið í athugsemdakerfi Brynjars: „Góður ferðafélagi afhjúpar alla hræsni manns. Þú ættir að vera vinsæll.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×