Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Í beinni frá Frakklandi

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum í Frakklandi þar sem Ísland mætir Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta. Að sama skapi verðum við í beinni útsendingu frá Ingólfstorgi þar sem fjölmargir munu fylgjast með leiknum.

Í fréttunum verður einnig fjallað um voðaverkin í París í gærkvöld og nýja könnun fréttastofu 365 á fylgi forsetaframbjóðenda. Fjórði hver kjósandi er enn óákveðinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í næstu viku. Stjórnmálafræðingur segir fátt geta komið í veg fyrir sigur Guðna Th. Jóhannessonar.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×