Innlent

Söfnunarátakið „Fer fjölskyldan á flakk í sumar?“ hafið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls eru 500 þúsund sýrlenskar konur á flótta óléttar.
Alls eru 500 þúsund sýrlenskar konur á flótta óléttar. mynd/un women
UN Women hafa hleypt af stað sms-söfnunarátakinu „Fer fjölskyldan á flakk í sumar?“ sem miðar að því að hvetja almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 til styrktar konum á flótta en í tilkynningu frá UN Women kemur fram að 70 þúsund sýrlenskar barnshafandi konur séu á flótta og þá eingöngu utan Sýrlands. Alls eru 500 þúsund sýrlenskar konur á flótta óléttar.

Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm 5 ár og eru 12,2 milljónir manna á flótta innan eða utan landsins vegna stríðsins. Þá hafa aldrei verið fleiri konur á flótta í heiminum og ríkir neyðarástand á landamærastöðvum í Evrópu sem einkennist af örvæntingu, ótta og úrræðaleysi.

Búið er að loka landamærum í Serbíu og Makedóníu og er fólk nú í auknum mæli sent til Tyrklands. Flest sýrlenskt flóttafólk dvelur í Tyrklandi eða 2,7 milljónir manna og þar af rúm ein og hálf milljón sýrlenskra flóttakvenna. Hálf milljón flóttakvennanna í Tyrklandi eru á barnseignaraldri.

Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni. Margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna síðastliðin ár.

UN Women vinnur að því að bregðast neyð þessara kvenna og mæta þörfum þeirra með sértækri þjónustu í færanlegum heilsugæslustöðvum  sem samtökin starfrækja á landamærastöðvum í Makedóníu, Serbíu og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×