Sovétmenn með landvinninga í Kollafirði? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2016 22:45 Einhver hefur komið fyrir fána Sovétríkjanna á skeri í Kollafirði. Mynd/Tómas Sjófarendur á Kollafirði hafa ef til vill tekið eftir því að við sker eitt skammt undan landi blaktir fáni einn við hún. Þetta er þó ekki hvaða fáni sem er, þetta er fáni hinna sálugu Sovétríkja. Það var Tómas Kristjánsson sem kom auga á fánann. Hafði hann tekið eftir rauðu flaggi á skerinu á Sjómannadaginn en ekki veitt því frekari athygli fyrr en hann var á siglingu um Kollafjörðinn í gær er hann sá að fáninn var enn á sínum stað. „Það var varla annað hægt að kíkja á þetta eftir að við sáum rauðan fána blaktandi á skeri nærri Viðey,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir það alveg ljóst að einhver hafi lagt töluverðan metnað í að koma fánanum fyrir. „Það er búið að bora ofan í klöppina og fáninn er á málmstöng. Þetta er lítið og ómerkilegt sker sem hunderfitt er að komast upp á. Ef að það er öldugangur sé ég ekki fyrir mér að þar sé auðvelt að leggja að á bát. Ætla svo að fara að stökkva þarna upp á með fána og borvél. Það er metnaður,“ segir Tómas.Ekkert ríki gert tilkall til skersins að sögn Landhelgisgæslunnar Metnaður er rétta orðið en spurningin sem hlýtur að brenna á mönnum er hver það sé sem standi fyrir þessu? Er einhver að reyna að gera tilkall til skersins? Erfitt er að kenna útsendurum Sovétríkjanna um enda þau ekki lengur til nema í sögubókunum. Þar að auki risu 15 ríki úr rústum Sovétríkjanna. Landhelgisgæslan sér um lög- og öryggisgæslu á hafinu í kringum Ísland en þegar þangað var leitað fengust þau svör að Sovét-fáninn á skerinu hafi ekki komið inn á borð Landhelgisgæslunnar og að ekkert ríki, Sovétríkin né önnur, hafi gert tilkall til skersins. Spurningunni er því ósvarað og eru lesendur Vísir hvattir til þess að senda inn svör hafi þeir þau á ritstjorn@visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sjófarendur á Kollafirði hafa ef til vill tekið eftir því að við sker eitt skammt undan landi blaktir fáni einn við hún. Þetta er þó ekki hvaða fáni sem er, þetta er fáni hinna sálugu Sovétríkja. Það var Tómas Kristjánsson sem kom auga á fánann. Hafði hann tekið eftir rauðu flaggi á skerinu á Sjómannadaginn en ekki veitt því frekari athygli fyrr en hann var á siglingu um Kollafjörðinn í gær er hann sá að fáninn var enn á sínum stað. „Það var varla annað hægt að kíkja á þetta eftir að við sáum rauðan fána blaktandi á skeri nærri Viðey,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir það alveg ljóst að einhver hafi lagt töluverðan metnað í að koma fánanum fyrir. „Það er búið að bora ofan í klöppina og fáninn er á málmstöng. Þetta er lítið og ómerkilegt sker sem hunderfitt er að komast upp á. Ef að það er öldugangur sé ég ekki fyrir mér að þar sé auðvelt að leggja að á bát. Ætla svo að fara að stökkva þarna upp á með fána og borvél. Það er metnaður,“ segir Tómas.Ekkert ríki gert tilkall til skersins að sögn Landhelgisgæslunnar Metnaður er rétta orðið en spurningin sem hlýtur að brenna á mönnum er hver það sé sem standi fyrir þessu? Er einhver að reyna að gera tilkall til skersins? Erfitt er að kenna útsendurum Sovétríkjanna um enda þau ekki lengur til nema í sögubókunum. Þar að auki risu 15 ríki úr rústum Sovétríkjanna. Landhelgisgæslan sér um lög- og öryggisgæslu á hafinu í kringum Ísland en þegar þangað var leitað fengust þau svör að Sovét-fáninn á skerinu hafi ekki komið inn á borð Landhelgisgæslunnar og að ekkert ríki, Sovétríkin né önnur, hafi gert tilkall til skersins. Spurningunni er því ósvarað og eru lesendur Vísir hvattir til þess að senda inn svör hafi þeir þau á ritstjorn@visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira