Innlent

Strandveiðikvótinn á Suðursvæði við það að klárast

Fjöldi báta hafa stundað veiðarnar í sumar.
Fjöldi báta hafa stundað veiðarnar í sumar. fréttablaðið/stefán
Strandveiðikvótinn fyrir júnímánuð á svæði D, eða á Suðursvæðinu frá Höfn í Hornafirði til Snæfellsness, er alveg að klárast en kvótinn á Vestursvæðinu er þegar upp veiddur og gott betur, sem dregst þá frá kvóta næsta mánaðar.

Það sem af er strandveiðum í sumar er meðalafli á bát lang mestur á vestursvæðinu frá Snæfellsnesi inn á Ísafjarðardjúp, eða liðlega átta tonn, Suðursvæðið kemur næst með röæsklega sjö tonn, norðursvæðið með rúm sex tonn og austursvæðið með 5,7 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×