Enginn jarðstrengur fer um okkar land Svavar Hávarðsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Svartá streymir milli hólma í landi Svartárkots. Frá því greint var frá áformum um virkjun hafa risið upp mótmæli náttúruverndarsinna og veiðimanna. Mynd/JAÞ, SK, BS Eigendur jarðarinnar Halldórsstaða II í Laxárdal hafa rift samkomulagi við SSB-orku um lagningu jarðstrengs um land þeirra. Ástæðan er sú að rask vegna framkvæmdarinnar er mun meira en landeigendur töldu að yrði, samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu upphaflega. Jarðstrengslögnin er vegna áformaðrar Svartárvirkjunar í Svartá í Bárðardal. Til stóð að leggja um 46 kílómetra langan jarðstreng frá stöðvarhúsi við Svartá, yfir Fljóts- og Laxárdalsheiði niður í Laxárdal. Gert var ráð fyrir að strengurinn myndi koma niður í Laxárdal á móts við Halldórsstaði, liggja þaðan niður dalinn og tengjast virki Landsnets við Laxárvirkjun. Með ákvörðun landeigenda Halldórsstaða er hins vegar ljóst að þessi áform eru úr sögunni. Halldór Valdimarsson, annar eigenda jarðarinnar, segir að ákvörðun þeirra bræðra tengist ekki Svartárvirkjun beint – þeir hafi sett fyrirvara í samninginn að lágmarks jarðrask yrði við framkvæmdina. Hins vegar sé ljóst af gögnum sem birt hafa verið síðan samningurinn var gerður, að umfang verksins, og tækjabúnaðurinn sem þarf til, sé mun meiri en þær upplýsingar sem lágu fyrir í upphafi gáfu til kynna. „Þess vegna settum við fyrirvaran – svo við gætum kynnt okkur betur forsendurnar sem þeir gæfu sér. Það er svo annað mál að ég vil ekki sjá þessa virkjun. Ég er mótfallinn því að hrófla við þessari miklu hálendisperlu sem við eigum Íslendingar – sem okkur ber skylda til að varðveita. Enginn jarðstrengur fer um okkar land,“ segir Halldór.Halldór ValdimarssonHalldór segir að jarðstrengurinn hefði legið í gegnum land þeirra bræðra á nokkur hundruð metra kafla, og ljóst að ný lagnaleið þarf að koma til í framhaldinu. Hann veit ekki hug annarra landeigenda í Laxárdal, en gerir ráð fyrir að ræða við aðra til að skoða málið. „Ég veit ekki hvort aðrir settu fyrirvara eins og við gerðum. En ég er feginn að við gerðum það. En mér fannst ekkert vit í öðru, enda vorum við ekki nægilega vel upplýstir um hvað þarna stóð til þegar sóst var eftir því að við samþykktum þessa lagnaleið. Nú veit ég hvers konar vitleysa þetta er og er feginn því að geta rift þessum samningi,“ segir Halldór. Frá því að áform SSB-orku voru gerð kunn hafa risið upp hávær mótmæli náttúruverndarsinna, og ekki síst veiðimanna sem eru elskir að Svartá. Fyrir skemmstu var stofnað félag um vernd Svartár – Verndarfélag Svartár og Suðurár – sem hefur það markmið eitt „að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal og koma í veg fyrir að þessari náttúruperlu í jaðri hálendisins verði spillt með orkuframkvæmdum,“ eins og segir samþykkt félagsins.Átti að liggja í landi 16 jarðaSSB Orka áformar að reisa virkjun í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Uppsett rafafl virkjunar verður 9,8 MW.Leggja á jarðstreng um 46 kílómetra leið frá stöðvarhúsi, yfir Mývatns- og Laxárdalsheiði að tengivirki Landsnets í LaxárdaMannvirki virkjunarinnar verða í landi fjögurra jarða við neðri hluta Svartár í Þingeyjarsveit en jarðstrengurinn mun liggja í landi um 16 jarða sem bæði eru í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Helstu mannvirki virkjunar eru stöðvarhús, aðrennslispípa, jöfnunarþró og stífla, auk frárennslisskurðar, inntakslóns og aðkomuveg.Heimild: Verndarfélag Svartár og Suðurár Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Halldórsstaða II í Laxárdal hafa rift samkomulagi við SSB-orku um lagningu jarðstrengs um land þeirra. Ástæðan er sú að rask vegna framkvæmdarinnar er mun meira en landeigendur töldu að yrði, samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu upphaflega. Jarðstrengslögnin er vegna áformaðrar Svartárvirkjunar í Svartá í Bárðardal. Til stóð að leggja um 46 kílómetra langan jarðstreng frá stöðvarhúsi við Svartá, yfir Fljóts- og Laxárdalsheiði niður í Laxárdal. Gert var ráð fyrir að strengurinn myndi koma niður í Laxárdal á móts við Halldórsstaði, liggja þaðan niður dalinn og tengjast virki Landsnets við Laxárvirkjun. Með ákvörðun landeigenda Halldórsstaða er hins vegar ljóst að þessi áform eru úr sögunni. Halldór Valdimarsson, annar eigenda jarðarinnar, segir að ákvörðun þeirra bræðra tengist ekki Svartárvirkjun beint – þeir hafi sett fyrirvara í samninginn að lágmarks jarðrask yrði við framkvæmdina. Hins vegar sé ljóst af gögnum sem birt hafa verið síðan samningurinn var gerður, að umfang verksins, og tækjabúnaðurinn sem þarf til, sé mun meiri en þær upplýsingar sem lágu fyrir í upphafi gáfu til kynna. „Þess vegna settum við fyrirvaran – svo við gætum kynnt okkur betur forsendurnar sem þeir gæfu sér. Það er svo annað mál að ég vil ekki sjá þessa virkjun. Ég er mótfallinn því að hrófla við þessari miklu hálendisperlu sem við eigum Íslendingar – sem okkur ber skylda til að varðveita. Enginn jarðstrengur fer um okkar land,“ segir Halldór.Halldór ValdimarssonHalldór segir að jarðstrengurinn hefði legið í gegnum land þeirra bræðra á nokkur hundruð metra kafla, og ljóst að ný lagnaleið þarf að koma til í framhaldinu. Hann veit ekki hug annarra landeigenda í Laxárdal, en gerir ráð fyrir að ræða við aðra til að skoða málið. „Ég veit ekki hvort aðrir settu fyrirvara eins og við gerðum. En ég er feginn að við gerðum það. En mér fannst ekkert vit í öðru, enda vorum við ekki nægilega vel upplýstir um hvað þarna stóð til þegar sóst var eftir því að við samþykktum þessa lagnaleið. Nú veit ég hvers konar vitleysa þetta er og er feginn því að geta rift þessum samningi,“ segir Halldór. Frá því að áform SSB-orku voru gerð kunn hafa risið upp hávær mótmæli náttúruverndarsinna, og ekki síst veiðimanna sem eru elskir að Svartá. Fyrir skemmstu var stofnað félag um vernd Svartár – Verndarfélag Svartár og Suðurár – sem hefur það markmið eitt „að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal og koma í veg fyrir að þessari náttúruperlu í jaðri hálendisins verði spillt með orkuframkvæmdum,“ eins og segir samþykkt félagsins.Átti að liggja í landi 16 jarðaSSB Orka áformar að reisa virkjun í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Uppsett rafafl virkjunar verður 9,8 MW.Leggja á jarðstreng um 46 kílómetra leið frá stöðvarhúsi, yfir Mývatns- og Laxárdalsheiði að tengivirki Landsnets í LaxárdaMannvirki virkjunarinnar verða í landi fjögurra jarða við neðri hluta Svartár í Þingeyjarsveit en jarðstrengurinn mun liggja í landi um 16 jarða sem bæði eru í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Helstu mannvirki virkjunar eru stöðvarhús, aðrennslispípa, jöfnunarþró og stífla, auk frárennslisskurðar, inntakslóns og aðkomuveg.Heimild: Verndarfélag Svartár og Suðurár
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira