Fjórir óskyldir Dóminíkar í fangelsi vegna fíkniefnasmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2016 06:45 Fangaklefar í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hér á landi sitja nú í fangelsi þrjár konur og einn karl frá Dóminíska lýðveldinu. Öll reyndu þau að smygla inn í landið fíkniefnum frá Hollandi. Fréttablaðið/heiða Rúmlega þrítug kona frá Dóminíska lýðveldinu var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí síðastliðinn með um 350 grömm af kókaíni innvortis. Í dag er hún í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Akureyri. Einnig eru tvær aðrar konur frá sama landi í fangelsi á Íslandi fyrir innflutning fíkniefna en allar þrjár eru hollenskir ríkisborgarar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þekkjast konurnar ekki, en komu allar frá Hollandi til Íslands hver í sínum mánuðinum á þessu ári. Hinar tvær voru báðar sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn mánudag. Önnur þeirra er á sjötugsaldri og fékk fimmtán mánaða dóm fyrir innflutning á rúmum 600 grömmum af kókaíni. Hún kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Hin konan er á fimmtugsaldri og var handtekin nokkrum dögum áður. Hún fékk tuttugu mánaða dóm fyrir innflutning á tæplega 750 grömmum af kókaíni. Þetta staðfesta lögmenn síðastnefndu tveggja kvennanna. Þá er karlmaður, einnig frá Dóminíska lýðveldinu, í fangelsi á Litla-Hrauni fyrir innflutning á rúmum 700 grömmum af kókaíni. Hann var handtekinn 11. febrúar á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru að minnsta kosti fjórir einstaklingar í fangelsi á Íslandi frá Dóminíska lýðveldinu fyrir innflutning á kókaíni. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregluna ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. Á síðasta ári féllu tveir dómar í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands og Barry Van Tuijl var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á tæplega 210 þúsund MDMA-töflum og rúmlega 30 kílóum af amfetamíni. Bæði eru þau hollenskir ríkisborgarar og smygluðu efnunum frá Hollandi. Þá er eitt umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu en fjórir menn eru í farbanni vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Um er að ræða rúm tuttugu kíló af kókaíni sem komu hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Rúmlega þrítug kona frá Dóminíska lýðveldinu var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí síðastliðinn með um 350 grömm af kókaíni innvortis. Í dag er hún í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Akureyri. Einnig eru tvær aðrar konur frá sama landi í fangelsi á Íslandi fyrir innflutning fíkniefna en allar þrjár eru hollenskir ríkisborgarar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þekkjast konurnar ekki, en komu allar frá Hollandi til Íslands hver í sínum mánuðinum á þessu ári. Hinar tvær voru báðar sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn mánudag. Önnur þeirra er á sjötugsaldri og fékk fimmtán mánaða dóm fyrir innflutning á rúmum 600 grömmum af kókaíni. Hún kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Hin konan er á fimmtugsaldri og var handtekin nokkrum dögum áður. Hún fékk tuttugu mánaða dóm fyrir innflutning á tæplega 750 grömmum af kókaíni. Þetta staðfesta lögmenn síðastnefndu tveggja kvennanna. Þá er karlmaður, einnig frá Dóminíska lýðveldinu, í fangelsi á Litla-Hrauni fyrir innflutning á rúmum 700 grömmum af kókaíni. Hann var handtekinn 11. febrúar á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru að minnsta kosti fjórir einstaklingar í fangelsi á Íslandi frá Dóminíska lýðveldinu fyrir innflutning á kókaíni. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregluna ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. Á síðasta ári féllu tveir dómar í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands og Barry Van Tuijl var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á tæplega 210 þúsund MDMA-töflum og rúmlega 30 kílóum af amfetamíni. Bæði eru þau hollenskir ríkisborgarar og smygluðu efnunum frá Hollandi. Þá er eitt umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu en fjórir menn eru í farbanni vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Um er að ræða rúm tuttugu kíló af kókaíni sem komu hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira