Leikmaður sakaður um veðmálasvindl án vitundar KSÍ Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2016 06:45 Janez lék lengstan hluta ferils síns hjá Þór á Akureyri. Hann lék einnig fyrir KA og Dalvík/Reyni Fréttablaðið/Arnþór Slóvenskur knattspyrnumaður sem leikið hefur með þremur íslenskum liðum á síðustu níu árum hefur verið til rannsóknar slóvensku lögreglunnar vegna gruns um veðmálasvindl og að hagræða úrslitum leikja. Leikmaðurinn er nú farinn af landi brott og síðast er vitað af honum í Kanada. KSÍ vissi ekkert um rannsókn málsins ytra þrátt fyrir að net heilindafulltrúa knattspyrnusambanda eigi að miðla upplýsingum sín á milli. Janez Vrenko, slóvenskur ríkisborgari, kom hingað til lands fyrst árið 2007 og lék með KA á Akureyri. á ferli sínum hér á landi lék hann lengst af með Þór á Akureyri en einnig lék hann undir hið síðasta með Dalvík/Reyni. Janes flutti af landi brott í vetur en síðast er vitað um ferðir hans í Kanada. Janes hefur ekki enn gefið skýrslu fyrir lögreglu í Slóveníu samkvæmt heimildum frá slóvensku lögreglunni. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og sér um samskipti við knattspyrnusamband Evrópu og FIFA varðandi þessi mál. Hann hafði ekki heyrt af þessu máli þegar fréttamaður náði tali af honum. „Þetta mál hefur ekki komið til okkar og við höfum engar ábendingar fengið um þetta. Heilindafulltrúar halda ákveðið net til að auðvelda samskipti sín á milli en þetta mál hefur ekki komið á mitt borð,“ segir Þorvaldur. „Það hafa komið upp nokkur tilvik á síðustu árum þar sem við höfum verið upplýst um mögulega rannsókn en enn sem komið er hefur ekkert alvarlegt komið upp á hér á landi.“ Veðjað er á leiki íslenskra liða úti um allan heim í dag og er á mörgum stöðum einnig hægt að veðja á úrslit knattspyrnuleikja í öðrum flokki. Veðjað er um milljarða króna á hvern leik í Pepsideild karla og því er um miklar upphæðir að ræða og freistnivandi knattspyrnumanna því umtalsverður. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Slóvenskur knattspyrnumaður sem leikið hefur með þremur íslenskum liðum á síðustu níu árum hefur verið til rannsóknar slóvensku lögreglunnar vegna gruns um veðmálasvindl og að hagræða úrslitum leikja. Leikmaðurinn er nú farinn af landi brott og síðast er vitað af honum í Kanada. KSÍ vissi ekkert um rannsókn málsins ytra þrátt fyrir að net heilindafulltrúa knattspyrnusambanda eigi að miðla upplýsingum sín á milli. Janez Vrenko, slóvenskur ríkisborgari, kom hingað til lands fyrst árið 2007 og lék með KA á Akureyri. á ferli sínum hér á landi lék hann lengst af með Þór á Akureyri en einnig lék hann undir hið síðasta með Dalvík/Reyni. Janes flutti af landi brott í vetur en síðast er vitað um ferðir hans í Kanada. Janes hefur ekki enn gefið skýrslu fyrir lögreglu í Slóveníu samkvæmt heimildum frá slóvensku lögreglunni. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og sér um samskipti við knattspyrnusamband Evrópu og FIFA varðandi þessi mál. Hann hafði ekki heyrt af þessu máli þegar fréttamaður náði tali af honum. „Þetta mál hefur ekki komið til okkar og við höfum engar ábendingar fengið um þetta. Heilindafulltrúar halda ákveðið net til að auðvelda samskipti sín á milli en þetta mál hefur ekki komið á mitt borð,“ segir Þorvaldur. „Það hafa komið upp nokkur tilvik á síðustu árum þar sem við höfum verið upplýst um mögulega rannsókn en enn sem komið er hefur ekkert alvarlegt komið upp á hér á landi.“ Veðjað er á leiki íslenskra liða úti um allan heim í dag og er á mörgum stöðum einnig hægt að veðja á úrslit knattspyrnuleikja í öðrum flokki. Veðjað er um milljarða króna á hvern leik í Pepsideild karla og því er um miklar upphæðir að ræða og freistnivandi knattspyrnumanna því umtalsverður.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira