Blanda yfir 300 laxa og frábært í Norðurá Svavar Hávarðsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Veiðin í Norðurá er rúmlega þreföld miðað við sama tíma í fyrra. Fréttablaðið/GVA Landssamband veiðifélaga birti í gær fyrstu tölur sumarsins úr laxveiðinni, og á þeim tíu árum sem LV hefur safnað saman vikulegum tölum úr þeim 25 ám sem fylgt er eftir allt sumarið hafa aðrar eins tölur vart, eða alls ekki, sést. Blanda hafði gefið 302 laxa á miðvikudagskvöldið, sem er margfalt meiri veiði sé miðað við svipaðan tíma í fyrra en þá var búið að veiða 59 laxa. Veiði hefur einnig farið vel af stað í Norðurá en á hádegi miðvikudags var búið að veiða 213 laxa. Veiðin í Norðurá var 65 laxar á svipuðum tíma í fyrra. Veiðin í Þverá og Kjarará byrjar jafnframt mjög vel og er veiðin 162 laxar samanborið við 62 laxa á svipuðum tíma í fyrra, segir í frétt LV. Veiði hófst í Miðfjarðará í gær og gekk vel en 31 lax veiddist. Fnjóská opnaði á þriðjudag og komu sex laxar á opnunardag, sem er mjög lofandi um framhaldið. Segir að veiðimenn séu á einu máli um að laxar koma mjög vel haldnir úr hafi og beri með sér að nóg hafi verið að bíta og brenna fyrir laxinn. Á næstu dögum og vikum opna fleiri ár og verður áhugavert að fylgjast með. Það er fullsnemmt að spá fyrir um þróun mála enda fjölmargt sem getur haft áhrif á veiði. En vonandi gefur þessi veiði í upphafi veiðitímabils góð fyrirheit um það sem koma skal en bæði heimtur úr hafi og ástand laxa gefa tilefni til bjartsýni. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Landssamband veiðifélaga birti í gær fyrstu tölur sumarsins úr laxveiðinni, og á þeim tíu árum sem LV hefur safnað saman vikulegum tölum úr þeim 25 ám sem fylgt er eftir allt sumarið hafa aðrar eins tölur vart, eða alls ekki, sést. Blanda hafði gefið 302 laxa á miðvikudagskvöldið, sem er margfalt meiri veiði sé miðað við svipaðan tíma í fyrra en þá var búið að veiða 59 laxa. Veiði hefur einnig farið vel af stað í Norðurá en á hádegi miðvikudags var búið að veiða 213 laxa. Veiðin í Norðurá var 65 laxar á svipuðum tíma í fyrra. Veiðin í Þverá og Kjarará byrjar jafnframt mjög vel og er veiðin 162 laxar samanborið við 62 laxa á svipuðum tíma í fyrra, segir í frétt LV. Veiði hófst í Miðfjarðará í gær og gekk vel en 31 lax veiddist. Fnjóská opnaði á þriðjudag og komu sex laxar á opnunardag, sem er mjög lofandi um framhaldið. Segir að veiðimenn séu á einu máli um að laxar koma mjög vel haldnir úr hafi og beri með sér að nóg hafi verið að bíta og brenna fyrir laxinn. Á næstu dögum og vikum opna fleiri ár og verður áhugavert að fylgjast með. Það er fullsnemmt að spá fyrir um þróun mála enda fjölmargt sem getur haft áhrif á veiði. En vonandi gefur þessi veiði í upphafi veiðitímabils góð fyrirheit um það sem koma skal en bæði heimtur úr hafi og ástand laxa gefa tilefni til bjartsýni.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira